Vigdís segir engan vanda að vinna upp fylgi á tveimur mánuðum Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2014 13:48 Vigdís vill ekki gefa neitt út um hvort hún leggi í þann slag að leiða framsóknarmenn í borginni. visir/gva Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira