Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 24. mars 2014 11:54 Þorsteinn Stefánsson með stóra bleikju úr Varmá Stangaveiðifélag Reykjavíkur bíður til "Veiðikvölds í Dalnum" og verða þau kvöld reglulega á dagskrá núna á vormánuðum. Fyrsta kvöldið er næstkomandi miðvikudag, 26. mars klukkan 19:30 og að þessu sinni verður farið yfir Hraunsfjörðinn og verður það Bjarni Júlíusson sem mun leiða gesti í allan sannleika um þetta skemmtilega svæði. Varmá og Þorleifslækur verða einnig tekin fyrir og verður það Hrafn H. Hauksson sem mun fara yfir þessa földu gersemi sem er einungis steinssnar frá Reykjavík. Það er nokkuð merkilegt hvað aðsóknin hefur verið lítil í Varmá nema kannski helst á vorin því þarna er bæði stór sjóbirtingur og oft á tíðum stór bleikja líka. Leyfin eru ódýr, það er stutt að fara frá bænum og veiðivon er góð upp um alla á. Þar sem það styttist í voropnun veiðisvæða 1. apríl er um að gera að skoða hvað er laust t.d. í Varmánna en það er hægt inná vefsölu félagsins. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur bíður til "Veiðikvölds í Dalnum" og verða þau kvöld reglulega á dagskrá núna á vormánuðum. Fyrsta kvöldið er næstkomandi miðvikudag, 26. mars klukkan 19:30 og að þessu sinni verður farið yfir Hraunsfjörðinn og verður það Bjarni Júlíusson sem mun leiða gesti í allan sannleika um þetta skemmtilega svæði. Varmá og Þorleifslækur verða einnig tekin fyrir og verður það Hrafn H. Hauksson sem mun fara yfir þessa földu gersemi sem er einungis steinssnar frá Reykjavík. Það er nokkuð merkilegt hvað aðsóknin hefur verið lítil í Varmá nema kannski helst á vorin því þarna er bæði stór sjóbirtingur og oft á tíðum stór bleikja líka. Leyfin eru ódýr, það er stutt að fara frá bænum og veiðivon er góð upp um alla á. Þar sem það styttist í voropnun veiðisvæða 1. apríl er um að gera að skoða hvað er laust t.d. í Varmánna en það er hægt inná vefsölu félagsins.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði