Freyr: Liðsandinn var góður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 17:30 Freyr og leikmenn landsliðsins fagna á Algarve. Mynd/KSÍ Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50