Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2014 19:02 KV fagna sæti í 1. deildinni síðasta haust. Vísir/Daníel Páll Kristjánsson , formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. KV hefur farið fram á undanþágu eða aðlögun vegna mannvirkjamála og yngri flokka starfs. KV tryggði sér sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð og þá þegar vöknuðu upp spurningar um hvort félagið fengi leyfi til þess að leika í deildinni. Engir yngri flokkar eru þannig starfræktir hjá félaginu. „Hvað varðar yngri flokka starfið þá erum við í því sem kalla má aðlögun. Við höfum farið í samstarf með KR hvað varða yngri flokka starf og það er liður í okkar aðlögun að uppfylla leyfisskilyrðin," sagði Páll Kristjánsson, formaður KV í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Miðað við þau skilyrði sem sett eru og miðað við þær reglugerðir sem eru uppi þá höfðum við að öllu leyti komið til móts við kröfur KSÍ," sagði Páll. Endanlegt þátttökuleyfi liggur fyrir hjá Knattspyrnusambandi Íslands á föstudaginn kemur. Forráðamenn KV hafa lagt gríðarlega vinnu í að uppfylla ströng skilyrði. „Það hefur alltof mikil vinna hafi farið í eitthvað sem mér finnst persónulega algjörlega tilgangslaust. Þetta er stundum eins og að glíma við Sovét eða eitthvað svoleiðis. Þar að auki hafa einstakir stjórnarmenn KSÍ komið og lýst yfir stuðningi við okkur og sagt að þeim finnst algjörlega út úr korti hvernig þetta mál hefur verið tæklað af sambandinu," sagði Páll. En hvað gerist ef KV fær ekki þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar? „Ef svo ólíklega færi að málið yrði afgreitt með þeim hætti þá er félaginu sjálfhætt og ég held að það gildi það sama um ansi marga klúbba," sagði Páll. KV vann sér sæti í 1. deild karla síðasta sumar með því að ná öðru sæti í 2. deildinni en liðið fór upp ásamt deildarmeisturum HK. Þau eiga að taka sæti KF og Völsungs sem féllu úr 1. deildinni síðasta haust.Vísir/Daníel Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Páll Kristjánsson , formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. KV hefur farið fram á undanþágu eða aðlögun vegna mannvirkjamála og yngri flokka starfs. KV tryggði sér sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð og þá þegar vöknuðu upp spurningar um hvort félagið fengi leyfi til þess að leika í deildinni. Engir yngri flokkar eru þannig starfræktir hjá félaginu. „Hvað varðar yngri flokka starfið þá erum við í því sem kalla má aðlögun. Við höfum farið í samstarf með KR hvað varða yngri flokka starf og það er liður í okkar aðlögun að uppfylla leyfisskilyrðin," sagði Páll Kristjánsson, formaður KV í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Miðað við þau skilyrði sem sett eru og miðað við þær reglugerðir sem eru uppi þá höfðum við að öllu leyti komið til móts við kröfur KSÍ," sagði Páll. Endanlegt þátttökuleyfi liggur fyrir hjá Knattspyrnusambandi Íslands á föstudaginn kemur. Forráðamenn KV hafa lagt gríðarlega vinnu í að uppfylla ströng skilyrði. „Það hefur alltof mikil vinna hafi farið í eitthvað sem mér finnst persónulega algjörlega tilgangslaust. Þetta er stundum eins og að glíma við Sovét eða eitthvað svoleiðis. Þar að auki hafa einstakir stjórnarmenn KSÍ komið og lýst yfir stuðningi við okkur og sagt að þeim finnst algjörlega út úr korti hvernig þetta mál hefur verið tæklað af sambandinu," sagði Páll. En hvað gerist ef KV fær ekki þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar? „Ef svo ólíklega færi að málið yrði afgreitt með þeim hætti þá er félaginu sjálfhætt og ég held að það gildi það sama um ansi marga klúbba," sagði Páll. KV vann sér sæti í 1. deild karla síðasta sumar með því að ná öðru sæti í 2. deildinni en liðið fór upp ásamt deildarmeisturum HK. Þau eiga að taka sæti KF og Völsungs sem féllu úr 1. deildinni síðasta haust.Vísir/Daníel
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira