Enski boltinn

Uli Höness dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Uli Höness ásamt lögmanni sínum.
Uli Höness ásamt lögmanni sínum. Vísir/Getty
Uli Höness, forseti Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München, var dæmdur í dag í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að játa á sig stórfellt skattalagabrot.

Skattayfirvöld í Þýskalandi sögðu hann skulda 500 milljónir króna en hann greiddi ekki skatta af peningum sem hann geymdi í svissneskum banka.

Hann játaði á sig sökina og rúmlega það því í fyrradag sagðist hann hafa svikið skattinn um 2,8 milljarði króna. Peningana geymdi hann á umræddum reikningi í sviss.

Hönes hefur nú þegar greitt hluta af upphæðinni til baka og vonaðist eftir mildari dómi með játningunni. Dómarinn tók hann þó engum vettlingatökum og dæmdi Höness eins og áður segir í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Hinn 62 ára gamli Höness er goðsögn í þýska boltanum. Hann var í í landsliði Vestur-Þýskalands sem vann HM árið 1974 og er maðurinn á bak við stórveldi Bayern í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×