Ný stjórn SVFR og fyrsta konan í varaformanns embættið Karl Lúðvíksson skrifar 8. mars 2014 14:20 Ragnheiður og Árni á góðri stund í Norðurá Mynd: www.svfr.is Á nýliðnum aðalfundi SVFR var kosin ný stjórn og nýr formaður félagsins en fráfarandi formaður Bjarni Júlíusson gaf ekki kost á sér til frekari formannssetu. Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar var haldinn í vikunni þar sem verkaskipting stjórnar var ákveðin. Árni Friðleifsson var sjálfkjörinn formaður stjórnar SVFR á aðalfundinum en hann var varaformaður félagsins í tíð Bjarna Júlíussonar. Ásmundur Helgason er gjaldkeri, ritari stjórnar er Rögnvaldur Örn Jónsson en hann er annar nýrra manna í stjórn. Meðstjórnendur eru svo Hörður Vilberg, Hörður Birgir Hafsteinsson sem náði endurkjöri í stjórn og Júlíus Bjarni Bjarnason sem kemur nýr inn. Síðan ber að nefna nýjan varaformann félagsins en það er Ragnheiður Thorsteinsson og er hún fyrsta konan til að gegna þessu embætti fyrir félagið. Þetta er í fyrsta skipti í 75 ára sögu Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem að kona er varaformaður félagsins og ber þess vonandi merki að hlutur kvenna í félaginu sé að aukast. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði
Á nýliðnum aðalfundi SVFR var kosin ný stjórn og nýr formaður félagsins en fráfarandi formaður Bjarni Júlíusson gaf ekki kost á sér til frekari formannssetu. Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar var haldinn í vikunni þar sem verkaskipting stjórnar var ákveðin. Árni Friðleifsson var sjálfkjörinn formaður stjórnar SVFR á aðalfundinum en hann var varaformaður félagsins í tíð Bjarna Júlíussonar. Ásmundur Helgason er gjaldkeri, ritari stjórnar er Rögnvaldur Örn Jónsson en hann er annar nýrra manna í stjórn. Meðstjórnendur eru svo Hörður Vilberg, Hörður Birgir Hafsteinsson sem náði endurkjöri í stjórn og Júlíus Bjarni Bjarnason sem kemur nýr inn. Síðan ber að nefna nýjan varaformann félagsins en það er Ragnheiður Thorsteinsson og er hún fyrsta konan til að gegna þessu embætti fyrir félagið. Þetta er í fyrsta skipti í 75 ára sögu Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem að kona er varaformaður félagsins og ber þess vonandi merki að hlutur kvenna í félaginu sé að aukast.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði