Íslenski boltinn

Ísland fer upp um eitt sæti á nýjum FIFA-lista

Strákarnir komust í umspil um sæti á HM.
Strákarnir komust í umspil um sæti á HM. Vísir/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 48. sæti á styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins sem birtur var í dag.

Strákarnir okkar fara upp um eitt sæti frá síðasta lista og eru fyrir ofan Paragvæ, Japan og Wales sem liðið mætir í vináttuleik ytra í mars.

Ísland er í 26. sæti af Evrópuþjóðum á listanum en þar er Wales einu sæti fyrir neðan. Rétt fyrir ofan Ísland er Austurríki sem við mætum einnig í vináttu leik á þessu ári.

Heims- og Evrópumeistarar Spánar eru sem fyrr í efsta sæti en Þjóðverjar eru í öðru sæti og Argentína í þriðja sæti.

Brasilía er í níunda sæti og England fer niður um tvö sæti niður í það fimmtánda.

FIFA-listinn í heildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×