Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 13. febrúar 2014 19:44 Árni Friðleifs á góðri stund við Norðurá Skilafrestur framboða til stjórnar SVFR rann út klukkan 17:00 í dag og það eru fjórir frambjóðendur sem takast á um þrjú sæti sem eru í boði. Þeir sem bjóða sig fram eru Hörður Birgir Hafsteinsson núverandi stjórnarmaður og Júlíus Bjarnason, Jón Víðir Hauksson og Rögnvaldur Jónsson. Ljóst er að ekkert mótframboð kom á móti Árna Friðleifssyni núverandi varaformanni svo hann tekur formlega við formannssætinu af Bjarna Júlíussyni á næsta aðalfundi SVFR sem haldin verður 27. febrúar næstkomandi. Allir félagsmenn SVFR geta kosið á fundinum séu þeir skuldlausir við félagið og eru menn hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum sem þar eiga eflaust eftir að skapast og auðvitað kjósa til stjórnar. Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði
Skilafrestur framboða til stjórnar SVFR rann út klukkan 17:00 í dag og það eru fjórir frambjóðendur sem takast á um þrjú sæti sem eru í boði. Þeir sem bjóða sig fram eru Hörður Birgir Hafsteinsson núverandi stjórnarmaður og Júlíus Bjarnason, Jón Víðir Hauksson og Rögnvaldur Jónsson. Ljóst er að ekkert mótframboð kom á móti Árna Friðleifssyni núverandi varaformanni svo hann tekur formlega við formannssætinu af Bjarna Júlíussyni á næsta aðalfundi SVFR sem haldin verður 27. febrúar næstkomandi. Allir félagsmenn SVFR geta kosið á fundinum séu þeir skuldlausir við félagið og eru menn hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum sem þar eiga eflaust eftir að skapast og auðvitað kjósa til stjórnar.
Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði