Staðfesta að háum upphæðum var veðjað á Þórsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 09:00 Íslenskar getraunir hafa kært til lögreglu starfsemi erlendra vefsíðna. Deildarstjóri íslenskra getrauna segir að Íslendingar eigi að fara norsku leiðina og banna greiðslukortasíðum að eiga viðskipti við vefsíðurnar en þetta kom fram í frétt Arnars Björnssonar á Stöð tvö. Knattspyrnusamband Íslands safnar upplýsingum um leik Þórs og Dalvíkur sem háður var fyrr í þessum mánuði. Leikmenn Þórs neita að hafa veðjað á úrslit leiksins en deildarstjóri íslenskra getrauna hefur upplýsingar um að töluverður fjárhæðum hafi verið veðjað á leikinn. „Við erum í samstarfi við erlent getraunafyrirtæki sem kannar slíka hluti. Við báðum þá um að kanna þennan tiltekna leik. Þeir gátu staðfest það að það var tippað upphæðum á sigur Þórs og jafnframt var tippað á það að þeir myndu vinna leikinn með meira en þremur mörkum," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri íslenskra getrauna í samtali við Arnar Björnsson. Íslenskar getraunir eru í bullandi samkeppni við erlendar vefsíður en hvernig bregðast menn þar á bæ við henni? „Við höfum kært þessar vefsíður til lögreglu og án árangurs. Það er ólöglegt að tippa á erlendum vefsíðum hér á landi. Það fara héðan að minnsta kosti tveir milljarðar á ári þar sem er tippað á leiki og netpóker á erlendum vefsíðum. Þessir tveir milljarðar renna þá ekki til þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á þetta hér á landi," segir Pétur Hrafn. „Við höfum bent á möguleikann á því að fara sömu leið og Norðmenn. Norðmenn hafa bannað kreditkortafyrirtækjunum að taka við færslum til erlendra getraunafyrirtækja sem eru ólögleg í Noregi. Sú aðferð hefur reynst ágætlega," segir Pétur Hrafn. Það er hægt að sjá alla frétt Arnars Björnssonar með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslenskar getraunir hafa kært til lögreglu starfsemi erlendra vefsíðna. Deildarstjóri íslenskra getrauna segir að Íslendingar eigi að fara norsku leiðina og banna greiðslukortasíðum að eiga viðskipti við vefsíðurnar en þetta kom fram í frétt Arnars Björnssonar á Stöð tvö. Knattspyrnusamband Íslands safnar upplýsingum um leik Þórs og Dalvíkur sem háður var fyrr í þessum mánuði. Leikmenn Þórs neita að hafa veðjað á úrslit leiksins en deildarstjóri íslenskra getrauna hefur upplýsingar um að töluverður fjárhæðum hafi verið veðjað á leikinn. „Við erum í samstarfi við erlent getraunafyrirtæki sem kannar slíka hluti. Við báðum þá um að kanna þennan tiltekna leik. Þeir gátu staðfest það að það var tippað upphæðum á sigur Þórs og jafnframt var tippað á það að þeir myndu vinna leikinn með meira en þremur mörkum," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri íslenskra getrauna í samtali við Arnar Björnsson. Íslenskar getraunir eru í bullandi samkeppni við erlendar vefsíður en hvernig bregðast menn þar á bæ við henni? „Við höfum kært þessar vefsíður til lögreglu og án árangurs. Það er ólöglegt að tippa á erlendum vefsíðum hér á landi. Það fara héðan að minnsta kosti tveir milljarðar á ári þar sem er tippað á leiki og netpóker á erlendum vefsíðum. Þessir tveir milljarðar renna þá ekki til þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á þetta hér á landi," segir Pétur Hrafn. „Við höfum bent á möguleikann á því að fara sömu leið og Norðmenn. Norðmenn hafa bannað kreditkortafyrirtækjunum að taka við færslum til erlendra getraunafyrirtækja sem eru ólögleg í Noregi. Sú aðferð hefur reynst ágætlega," segir Pétur Hrafn. Það er hægt að sjá alla frétt Arnars Björnssonar með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira