Sport

Rodman farinn í meðferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dennis Rodman í Kína á dögunum á ferðalagi sínu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Dennis Rodman í Kína á dögunum á ferðalagi sínu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Vísir/AP
Körfuknattleikskappinn fyrrverandi Dennis Rodman skráði sig inn á meðferðarstofnun í Bandaríkjunum um miðja síðustu eftir gagnrýni sem fylgdi síðustu heimsókn kappans til Norður-Kóreu.

Sports Xchange greinir frá því að Rodman hafi skráð sig í eins mánaðar meðferð á miðvikudaginn í New Jersey.

„Dennis Rodman sneri frá Norður-Kóreu í tilfinningalegu uppnámi. Pressan á honum að miðla málum sem pólitískur milliliður og sáttasemjari fór með hann,“ segir umboðsmaður hans, Darren Prince, í yfirlýsingu sem gefin var út í gær.

Rodman lét ýmislegt flakka í viðtali við komuna aftur til Bandaríkjanna en viðurkenndi síðar að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hann velti upp þeirri spurningu hvort fangelsisdómur Kenneth Bae, Bandaríkjamanns sem situr inni í Norður-Kóreu, hefði átt rétt á sér.

„Hann skammast sín fyrir hegðun sína, er sorgmæddur og fullur iðrunar vegna þeirrar reiði og sárinda sem orð hans ullu,“ sagði Prince ennfremur.

Rodman, sem varð fimm sinnum NBA meistari með Chicago Bulls og Detroit Pistons, er góðvinur Kim Jong Un, umdeildum leiðtoga landsins. Fjölmargar gamlar kempur úr NBA deildinni voru í för með Rodman í fyrrnefndri ferð til Norður-Kóreu og spiluðu leik við heimamenn í tilefni af afmæli leiðtoga einræðisríkisins,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×