Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2014 06:45 Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. vísir/pjetur Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45