Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2014 16:39 Hanna Birna og Valgerður tókust á í þinginu nú fyrir stundu, um hið svokallaða lekamál. Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því. Lekamálið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því.
Lekamálið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira