Segja lögregluna gruna íslenskan mann um að hafa myrt Friðrik Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. janúar 2014 15:10 Talskona Interpol í Paragvæ segir Lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hafi orðið Friðriki Kristjánssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl síðastliðnum, að bana í Suður Ameríku. Ekkert hefur spurst til Friðriks í níu mánuði en hann var á ferðalagi um Suður-Ameríku þegar hann hvarf. Lögreglan bað Interpol um aðstoð við leitina í apríl, en talið var að hann hefði síðast verið í Paragvæ. Seinna kom fram að lögreglan leitaði ekki aðeins að Friðriki, heldur einnig öðrum íslenskum manni um þrítugt. Grunur lék á að mennirnir hefðu verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti og að annar þeirra hafi unnið hinum mein. Monica Costa, yfirmaður rannsóknadeildar Interpol í Paragvæ, sagði í samtali við fréttastofu að íslensku lögregluna gruni að íslenskur maður hefði orðið Friðriki að bana. Fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum 30. mars síðastliðinn, en þá sagðist hann vera staddur á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ. Monica segir að Interpol hafi ekkert í höndum til staðfestingar því að eitthvað hafi átt sér stað í Paragvæ. Það sé alls óljóst hvort Íslendingarnir tveir hafi komið til landsins, en landamæraeftirlit hafa ekki getað staðfest ferðir þeirra. Lögreglan á Íslandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en í fréttum okkar í vikunni kom fram að Interpol í Paragvæ hefði sent henni öll gögn sem liggja fyrir í málinu. Tengdar fréttir Biðja að Friðrik snúi til baka Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik. 27. desember 2013 22:23 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. 30. desember 2013 19:32 Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. 29. desember 2013 19:01 Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. 13. desember 2013 07:00 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Talskona Interpol í Paragvæ segir Lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hafi orðið Friðriki Kristjánssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl síðastliðnum, að bana í Suður Ameríku. Ekkert hefur spurst til Friðriks í níu mánuði en hann var á ferðalagi um Suður-Ameríku þegar hann hvarf. Lögreglan bað Interpol um aðstoð við leitina í apríl, en talið var að hann hefði síðast verið í Paragvæ. Seinna kom fram að lögreglan leitaði ekki aðeins að Friðriki, heldur einnig öðrum íslenskum manni um þrítugt. Grunur lék á að mennirnir hefðu verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti og að annar þeirra hafi unnið hinum mein. Monica Costa, yfirmaður rannsóknadeildar Interpol í Paragvæ, sagði í samtali við fréttastofu að íslensku lögregluna gruni að íslenskur maður hefði orðið Friðriki að bana. Fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum 30. mars síðastliðinn, en þá sagðist hann vera staddur á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ. Monica segir að Interpol hafi ekkert í höndum til staðfestingar því að eitthvað hafi átt sér stað í Paragvæ. Það sé alls óljóst hvort Íslendingarnir tveir hafi komið til landsins, en landamæraeftirlit hafa ekki getað staðfest ferðir þeirra. Lögreglan á Íslandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en í fréttum okkar í vikunni kom fram að Interpol í Paragvæ hefði sent henni öll gögn sem liggja fyrir í málinu.
Tengdar fréttir Biðja að Friðrik snúi til baka Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik. 27. desember 2013 22:23 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. 30. desember 2013 19:32 Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. 29. desember 2013 19:01 Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. 13. desember 2013 07:00 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Biðja að Friðrik snúi til baka Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik. 27. desember 2013 22:23
Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58
Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. 30. desember 2013 19:32
Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. 29. desember 2013 19:01
Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. 13. desember 2013 07:00
Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00
Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04