Akademía fyrir framúrskarandi nemendur 7. júní 2013 19:56 Verkefnisstjórinn Kristín Mjöll segir akademíuna mikla lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf. Fréttablaðið/Valli Áherslan er á að fá hingað framúrskarandi kennara og nemendur sem hafa staðið sig vel og unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar sem hefst í Hörpu með glæsilegum opnunartónleikum á morgun. „Þar mun Eva Þórarinsdóttir, íslenskur fiðluleikari og vinningshafi Carl Nielsen keppninnar 2012, leika ásamt Richard Simm á píanó. Á tónleikunum koma einnig fram fiðluleikararnir Yabing Tan frá Kína og hin 10 ára Christina Nam frá Kóreu ásamt Haeri Suh á píanó og Christoph Sassmannshaus á selló,“ segir Kristín Mjöll. „Á mánudagskvöld verða svo kennaratónleikarnir og þar mun Kurt Sassmannshaus, sem verður aðalkennarinn á námskeiðinu og stjórnandi strengjasveitarinnar, leika ásamt tríói sínu. Auk þess fara fram á mánudaginn mjög spennandi „masterklassar“ undir stjórn Ole Böhn, konsertmeistara Norsku þjóðaróperunnar og prófessors í Sydney og Bryndísar Höllu Gylfadóttur, leiðara sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða níu „masterklassar“ á námskeiðinu og fara þeir flestir fram í Listaháskóla Íslands.“ Það er Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi akademíunnar, sem á frumkvæði að hugmyndinni um alþjóðlegt tónlistarnámskeið og sumartónleika í Hörpu fyrir tónlistarnema. Hún hefur í samvinnu við Ara Þór Vilhjálmsson, Sigurgeir Agnarsson og Kristínu Mjöll hleypt hugmyndinni af stokkunum. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Áherslan er á að fá hingað framúrskarandi kennara og nemendur sem hafa staðið sig vel og unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar sem hefst í Hörpu með glæsilegum opnunartónleikum á morgun. „Þar mun Eva Þórarinsdóttir, íslenskur fiðluleikari og vinningshafi Carl Nielsen keppninnar 2012, leika ásamt Richard Simm á píanó. Á tónleikunum koma einnig fram fiðluleikararnir Yabing Tan frá Kína og hin 10 ára Christina Nam frá Kóreu ásamt Haeri Suh á píanó og Christoph Sassmannshaus á selló,“ segir Kristín Mjöll. „Á mánudagskvöld verða svo kennaratónleikarnir og þar mun Kurt Sassmannshaus, sem verður aðalkennarinn á námskeiðinu og stjórnandi strengjasveitarinnar, leika ásamt tríói sínu. Auk þess fara fram á mánudaginn mjög spennandi „masterklassar“ undir stjórn Ole Böhn, konsertmeistara Norsku þjóðaróperunnar og prófessors í Sydney og Bryndísar Höllu Gylfadóttur, leiðara sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða níu „masterklassar“ á námskeiðinu og fara þeir flestir fram í Listaháskóla Íslands.“ Það er Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi akademíunnar, sem á frumkvæði að hugmyndinni um alþjóðlegt tónlistarnámskeið og sumartónleika í Hörpu fyrir tónlistarnema. Hún hefur í samvinnu við Ara Þór Vilhjálmsson, Sigurgeir Agnarsson og Kristínu Mjöll hleypt hugmyndinni af stokkunum.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira