Engin jól án Mahaliu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2013 11:00 Esther hefur sungið eiginlega allar tegundir tónlistar, er klassískt menntuð í söng, en blúsinn og gospelið eiga þó hjarta hennar. „Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“ Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
„Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“
Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira