Ný fatalína með ljósmyndum af íslenskri náttúru Marín Manda skrifar 13. desember 2013 22:00 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir Myndir/ Atli Már Hafsteinsson "Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira