Frægir hrifnir af WeWood úrunum Kjartan Atli skrifar 15. desember 2013 13:00 Svava Halldórsdóttir eigandi netverslunarinnar. Svava Halldórsdóttir hefur opnað nýja netverslun, Brother&Sister.is, sem selur einstök viðarúr. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvernd og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. „Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr. Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trésins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úranna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði. Úrin hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa stjörnur á borð við Paris Hilton og Colin Firth sést með þau. „Við opnuðum um síðustu viku og viðtökurnar voru rosalega góðar. Við erum langt komin með að klára fyrstu pöntunina og það lítur út fyrir að við þurfum að panta aftur fyrir jólin, sem kemur okkur ánægjulega á óvart,“ segir Svava. Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“ Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“Fræga fólkið hefur verið mjög hrifið af úrunum frá WeWood. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Svava Halldórsdóttir hefur opnað nýja netverslun, Brother&Sister.is, sem selur einstök viðarúr. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvernd og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. „Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr. Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trésins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úranna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði. Úrin hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa stjörnur á borð við Paris Hilton og Colin Firth sést með þau. „Við opnuðum um síðustu viku og viðtökurnar voru rosalega góðar. Við erum langt komin með að klára fyrstu pöntunina og það lítur út fyrir að við þurfum að panta aftur fyrir jólin, sem kemur okkur ánægjulega á óvart,“ segir Svava. Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“ Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“Fræga fólkið hefur verið mjög hrifið af úrunum frá WeWood.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira