Hugmyndasvampurinn í jólaskapi Marín Manda skrifar 7. desember 2013 13:00 Guðrún Hjörleifsdóttir „Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira