Mótvægi við poppið og rokkið og rólið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 11:00 Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson æfa alla daga fyrir tónleikana með aðstoð Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Fréttablaðið/Daníel Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“ Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira