Harmleikurinn í Hraunbænum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. desember 2013 06:45 Ákveðið sakleysi íslenzks samfélags glataðist í gær, þegar lögreglan felldi í fyrsta sinn mann í skotbardaga. Sjálfsagt vonuðum við öll að til þess þyrfti aldrei að koma. Lögreglumenn á Íslandi sinna sínum daglegu störfum óvopnaðir, þrátt fyrir harðari heim, og gera það vonandi áfram þótt þeim tilvikum hafi fjölgað þar sem þarf að kalla til vopnaða sérsveit. Atburðurinn í Hraunbænum er þó ekki til marks um meiri hörku í glæpaheiminum. Þar er um að ræða harmleik; veikur maður hafði ekki stjórn á gerðum sínum. Það er raunar umhugsunarefni, sem systir hins látna veltir upp í samtali við Fréttablaðið í dag, hvort öll úrræði heilbrigðiskerfisins til að hjálpa honum hafi verið nýtt. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum nú í höndunum verður hins vegar ekki annað séð en að viðbrögð lögreglunnar hafi verið rétt og yfirveguð og komið í veg fyrir að maðurinn ynni öðrum meiri skaða. Lögreglan leitaðist við að ná til mannsins með ýmsum leiðum, reyndi að yfirbuga hann með gassprengjum og hafði einu sinni hörfað út úr íbúð hans eftir að hann skaut á lögreglumennina. Eftir að ráðizt var til inngöngu í annað sinn og maðurinn hafði skotið lögregluþjón í höfuðið var ekki um annað að ræða en að skjóta á móti. Það er í fyrsta sinn í sögu sérsveitar lögreglunnar sem það gerist, en sérsveitarmennirnir eru þjálfaðir til að taka slíkar ákvarðanir á ögurstundu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði á blaðamannafundi í gær að lögreglan vildi koma á framfæri samúðarkveðjum til ættingja mannsins sem lézt. Margir hugsa til þeirra eftir þennan hörmulega atburð. Það er hins vegar líka fyllsta ástæða til að hugsa fallega til lögreglumannanna, sem urðu að taka þá erfiðu ákvörðun að skjóta á móti. Þeir sinntu skyldu sinni og gerðu það sem þeir hafa verið þjálfaðir til að gera, en þó þarf varla að fara í grafgötur um að þeir eru í áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Um leið er sjálfsagt að bregðast við eins og lögregluyfirvöld hafa gert og óska eftir ýtarlegri rannsókn saksóknara á málinu. Lögmæt valdbeiting lögreglu verður alltaf að vera háð ströngum skilyrðum. Þegar hún leiðir til dauða manns er enn mikilvægara en ella að allt sé uppi á borðinu um það hvernig lögreglan fer með sínar vandmeðförnu valdbeitingarheimildir. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Tilvist hennar hefur í raun komið í veg fyrir að almennir lögreglumenn þurfi að bera skotvopn við almenn skyldustörf. Það hversu lítt umdeild störf hennar hafa verið, þrátt fyrir krefjandi verkefni, bendir til að vel hafi tekizt til með þjálfun og viðbúnað sveitarinnar. Þótt atburðurinn í Hraunbæ í gær sé afskaplega sorglegur og þótt hann sé á engan hátt tengdur vaxandi hörku í undirheimunum, eru fumlaus vinnubrögð sérsveitarinnar til marks um að hún sé vel í stakk búin að takast á við erfiðar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Ákveðið sakleysi íslenzks samfélags glataðist í gær, þegar lögreglan felldi í fyrsta sinn mann í skotbardaga. Sjálfsagt vonuðum við öll að til þess þyrfti aldrei að koma. Lögreglumenn á Íslandi sinna sínum daglegu störfum óvopnaðir, þrátt fyrir harðari heim, og gera það vonandi áfram þótt þeim tilvikum hafi fjölgað þar sem þarf að kalla til vopnaða sérsveit. Atburðurinn í Hraunbænum er þó ekki til marks um meiri hörku í glæpaheiminum. Þar er um að ræða harmleik; veikur maður hafði ekki stjórn á gerðum sínum. Það er raunar umhugsunarefni, sem systir hins látna veltir upp í samtali við Fréttablaðið í dag, hvort öll úrræði heilbrigðiskerfisins til að hjálpa honum hafi verið nýtt. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum nú í höndunum verður hins vegar ekki annað séð en að viðbrögð lögreglunnar hafi verið rétt og yfirveguð og komið í veg fyrir að maðurinn ynni öðrum meiri skaða. Lögreglan leitaðist við að ná til mannsins með ýmsum leiðum, reyndi að yfirbuga hann með gassprengjum og hafði einu sinni hörfað út úr íbúð hans eftir að hann skaut á lögreglumennina. Eftir að ráðizt var til inngöngu í annað sinn og maðurinn hafði skotið lögregluþjón í höfuðið var ekki um annað að ræða en að skjóta á móti. Það er í fyrsta sinn í sögu sérsveitar lögreglunnar sem það gerist, en sérsveitarmennirnir eru þjálfaðir til að taka slíkar ákvarðanir á ögurstundu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði á blaðamannafundi í gær að lögreglan vildi koma á framfæri samúðarkveðjum til ættingja mannsins sem lézt. Margir hugsa til þeirra eftir þennan hörmulega atburð. Það er hins vegar líka fyllsta ástæða til að hugsa fallega til lögreglumannanna, sem urðu að taka þá erfiðu ákvörðun að skjóta á móti. Þeir sinntu skyldu sinni og gerðu það sem þeir hafa verið þjálfaðir til að gera, en þó þarf varla að fara í grafgötur um að þeir eru í áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Um leið er sjálfsagt að bregðast við eins og lögregluyfirvöld hafa gert og óska eftir ýtarlegri rannsókn saksóknara á málinu. Lögmæt valdbeiting lögreglu verður alltaf að vera háð ströngum skilyrðum. Þegar hún leiðir til dauða manns er enn mikilvægara en ella að allt sé uppi á borðinu um það hvernig lögreglan fer með sínar vandmeðförnu valdbeitingarheimildir. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Tilvist hennar hefur í raun komið í veg fyrir að almennir lögreglumenn þurfi að bera skotvopn við almenn skyldustörf. Það hversu lítt umdeild störf hennar hafa verið, þrátt fyrir krefjandi verkefni, bendir til að vel hafi tekizt til með þjálfun og viðbúnað sveitarinnar. Þótt atburðurinn í Hraunbæ í gær sé afskaplega sorglegur og þótt hann sé á engan hátt tengdur vaxandi hörku í undirheimunum, eru fumlaus vinnubrögð sérsveitarinnar til marks um að hún sé vel í stakk búin að takast á við erfiðar aðstæður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun