„Ísland mun aldrei tapa 5-0 á Laugardalsvelli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Almennilegur, hreinskilinn og metnaðarfullur eru orð sem lýsa Heimi Hallgrímssyni ágætlega. Í vikunni var tilkynnt að tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum myndi stýra karlalandsliði Íslands til jafns við Svíann Lars Lagerbäck næstu tvö árin. Að þeim tíma loknum mun Heimir stýra skútunni í undankeppni HM 2018. „Ég er að sjálfsögðu ákaflega stoltur yfir því trausti sem mér er sýnt. Þetta er samt ekki bara hrós fyrir mig heldur ÍBV líka,“ segir Heimir og ljóst að virðing hans fyrir uppeldisfélaginu er mikil. Heimir spilaði með ÍBV upp alla yngri flokka en hætti þegar hann gekk upp í 2. flokk. „Ég var svo lítill á þeim tímapunkti. Hópurinn var fjölmennur og ég sá engan tilgang í að vera þarna. Við vorum bara með eitt lið sem ég hefði aldrei komist í,“ segir Heimir, sem á svipuðum tíma byrjaði að aðstoða Pólverjann Gregor Bielatovic við þjálfun yngri flokka. „Okkur var safnað saman nokkrum sem vorum taldir efni í góða þjálfara. Forráðamenn ÍBV vildu að við ynnum með Gregor. Það kveikti hjá mér áhuga á þjálfun hvernig hann nálgaðist fótbolta.“ Heimir tók í kjölfarið vaxtarkipp og fór að spila aftur. „Þá varð karlinn brjálaður því hann sá að ég var betri en hann hafði talið. Hann húðskammaði mig fyrir að hafa hætt í eitt ár,“ segir Heimir og brosir.Hélt að starfið væri hans 2011 Úr varð að Heimir spilaði með hléum í áratug í meistaraflokki ÍBV í stöðu miðvarðar ásamt því að þjálfa. Hann stýrði kvennaliði félagsins í fimm ár og karlaliðinu sömuleiðis í fimm ár. „Ég fékk alltaf stærra og stærra hlutverk hjá ÍBV. Þeir bjuggu mig í raun og veru til. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir að hafa haft trú á mér.“ Sumarið 2011 ákvað hann að nóg væri komið og tilkynnti áður en tímabilið var úti að hann yrði ekki áfram hjá ÍBV. „Það er erfitt að vera þjálfari í Eyjum. Ég vildi gefa Eyjamönnum tíma til að finna nýjan þjálfara og honum kost á að vera með mér síðustu leikina og kynnast félaginu,“ segir Heimir. Skömmu síðar hringdi síminn. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á línunni. „Ég bjóst við því að ég væri að fara að verða næsti landsliðsþjálfari,“ segir Heimir og hlær. Geir hafi tjáð honum að sambandið væri í leit að erlendum þjálfara og vildi Heimi sem hans aðstoðarmann. „Þeir réðu mig áður en gengið var frá ráðningu á aðalþjálfara,“ segir Heimir. KSÍ heyrði hljóðið í Roy Keane og skömmu síðar var nafn Lars Lagerbäck komið upp á borðið. Heimir þekkti aðeins til Svíans frá því Lagerbäck kenndi honum í þrjá daga á þjálfaranámskeiði á Englandi. „Ég veit ekkert hvort hann man eftir mér en ég vissi vel hver hann var.“Hefði endað illa Síðan eru liðin tvö ár og karlalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi. Liðið beið lægri hlut í umspilsleikjum gegn Króötum um laust sæti á HM á dögunum og eru væntingar til liðsins miklar. Heimir segist sjá það núna, eftir árin tvö sem aðstoðarmaður Svíans, að hann hafi ekki verið tilbúinn að taka við landsliðinu fyrir tveimur árum eins og hann taldi sig vera. „Ég sé sjálfur núna að það hefði aldrei gengið. Ég hefði haldið áfram að þjálfa landsliðið eins og ÍBV. Það hefði alltaf endað illa,“ segir Heimir. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi, sem þjálfari ÍBV, lagt upp með að hafa skemmtilegar æfingar þegar illa gekk til að hressa hópinn við. Hjá Lars sé hins vegar stöðugt unnið í ákveðnum hlutum. „Leikmenn vita að hverju þeir ganga. Þeir ráða ekki neinu en vita nákvæmlega hvað er að gerast í íslenska landsliðinu.“ Mikilvægast sé að leggja áherslu á grunnatriðin á þeim skamma tíma sem landsliðið komi saman. „Ég hefði örugglega farið í að sýna hvað ég kann mikið á meðan Lars, sem kann miklu meira en ég, einbeitir sér að grunnatriðunum,“ segir Heimir af einskærri einlægni. Hann segist hafa lært margt af Lars og þá sérstaklega hvernig hann vinni með atvinnumönnum líkt og tilfellið er með flesta okkar landsliðsmenn.Erfitt að öðlast virðingu „Ef þú skoðar söguna þá hefur það ekki verið framaskref fyrir þjálfara að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Heimir. Aðeins í undantekningartilfellum hafi menn gert eitthvað merkilegt eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara. „Ég held að ástæðan sé sú að við erum bara aldir upp í áhugamannafótbolta. Það er dálítið erfitt að öðlast virðingu atvinnumanna.“ Hann rifjar upp gagnrýni landsliðsmannsins fyrrverandi, Grétars Rafns Steinssonar, á umhverfið sem íslenskir landsliðsmenn þyrftu að sætta sig við. „Ég skil hvað hann átti við. Þó að við séum Ísland, séum lítil þjóð og höfum lítinn pening þá verðum við að skapa þessum mönnum í það minnsta svipaða umgjörð og þeir eru vanir,“ segir Heimir. Lars kunni þá list vel að skapa leikmönnum frelsi til að vera atvinnumenn í stað þess að setja reglur líkt og þurfi stundum hjá íslenskum félagsliðum. Nefnir hann morgunmat leikmanna sem dæmi. „Það er ekki þannig að allir þurfi að mæta á slaginu sjö heldur mega menn mæta á bilinu átta til tíu.“ Þannig geti þeir sofið lengur sem vilja en aðrir vaknað snemma. Æfing sé svo fljótlega í kjölfar morgunverðar svo leikmenn geti nýtt daginn í persónuleg erindi. „Við reynum að hanna þetta þannig að leikmennirnir geti verið þeir sjálfir, notið þess að vera á Íslandi og frjálsir.“Lars lætur hrósið til annarra Heimir er þakklátur fyrir árin tvö sem aðstoðarmaður Lars Lagerbäck. Þó hafi ekki komið til greina af hans hálfu að vera áfram í hlutverki aðstoðarmanns. „Ég er það metnaðarfullur að ég ætla ekki að vera heimsins besti aðstoðarþjálfari. Það kom aldrei til greina af minni hálfu,“ segir Heimir. Markmið hans hafi verið að læra sem mest á árunum tveimur og sjá svo hvaða tækifæri byðust í framhaldinu. „Ég er kannski einn af fáum þjálfurum sem þarf ekki á þessu að halda. Ég er með gott starf og alltaf plan B. Ég er heppinn að því leytinu til að ég get sagt nei og á auðvelt með það.“ Ekki hefur farið fram hjá þeim sem setið hafa fundi með þeim Heimi og Lars að virðing þeirra er gagnkvæm. Svíinn vísar spurningum reglulega til Heimis og bendir á að hann viti hitt og þetta mun betur þrátt fyrir reynslu þess sænska á stóra sviðinu. „Einn af mörgum kostum Lars er að hann lætur þá sem eru í kringum hann líða vel,“ segir Heimir. „Á ákveðnum augnablikum, þar sem flestir myndu taka hrósið til sín og spenna sig upp, þá lætur hann hrósið til annarra. Það er eitthvað sem ég hef reynt að tileinka mér og læra af honum.“ Eyjamaðurinn segir Lars alltaf hafa látið sig hafa það á tilfinningunni að þeirra vinna væri fullkomin samvinna. „Við veljum alltaf liðið saman. Auðvitað höfum við aðeins deilt en þá tökum við rökræðu þar til við finnum lausn. Hann hefur aldrei sagt: „Nei, þetta verður svona!““Gengur af kollega sínum dauðum Heimir er kvæntur Írisi Sæmundsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu í knattspyrnu, og eiga þau tvo syni, Hallgrím 17 ára og Kristófer 11 ára, sem eru á kafi í fótbolta. „Þau eru ákaflega stolt af því að ég sé í þessu starfi og hvöttu mig til að taka það,“ segir Heimir sem rekur tannlæknastofu í Eyjum. Hann segir fjölskylduna orðna vana því að hann sé á kafi í þjálfun meðfram tannlæknastarfinu. Hann er einn með stofu í Eyjum í augnablikinu. „Ég var alltaf með tannlækni hjá mér en nú er hann farinn í sérnám. Ég er í smá vandræðum þessa stundina og vantar tannlækni til að leysa mig af,“ segir Heimir. Óvíst sé hvort hann þurfi að flytja stofuna upp á land eða hvað verði. „Við verðum að sjá til hvernig málin þróast. Ég er að renna svolítið blint í sjóinn.“ Einhver gæti ímyndað sér að nú hlakkaði í samkeppnisaðilum á tannlæknamarkaðnum í Eyjum en Heimir þvertekur fyrir það. „Það er einn annar tannlæknir og ég er sennilega að ganga frá honum dauðum,“ segir Heimir og hlær. Hann telur þurfa að lágmarki tvo til þrjá tannlækna á Eyjunni fögru til að halda úti góðri þjónustu. „Það er oft talað um 1.200 manns á tannlækni. Kollegi minn yrði með um 4.000 manns á meðan ég væri í burtu. Það er alltof mikið.“Töpum aldrei 5-0 á heimavelli Heimir neitar að ljúka viðtalinu án þess að ræða um samstarfsfólk sitt í landsliðinu. „Það hefur verið alveg stórkostlegt að vinna með því,“ segir Heimir og næst á dagskrá eru stuðningsmennirnir. „Það er alveg nýtt að endurtekið sé uppselt á Laugardalsvöll þegar landsliðið er að spila hvort sem andstæðingurinn er Albanía eða Kýpur. Að fá í kringum eitt þúsund manns til Króatíu er algjör brandari,“ segir Heimir. Hann segist stoltur af því að hafa tekið þátt í því með stuðningssveitinni Tólfunni að bæði fjölga stuðningsmönnum en einnig bæta stemninguna. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að stuðningurinn hverfi um leið og landsliðið steinliggi 5-0 á Laugardalsvelli er Heimir fljótur til svars: „Í fyrsta lagi munum við aldrei tapa 5-0 á Laugardalsvellinum,“ segir Heimir léttur en hugsar sig svo aðeins lengur um. „Nei, ég held að stemningin sé komin til að vera. Ég gef mér það að uppselt verði á Laugardalsvöll það sem eftir er. Ég held að mikið þurfi að ganga á til þess að stemningin hrynji eftir þetta tap í Króatíu.“ Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Almennilegur, hreinskilinn og metnaðarfullur eru orð sem lýsa Heimi Hallgrímssyni ágætlega. Í vikunni var tilkynnt að tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum myndi stýra karlalandsliði Íslands til jafns við Svíann Lars Lagerbäck næstu tvö árin. Að þeim tíma loknum mun Heimir stýra skútunni í undankeppni HM 2018. „Ég er að sjálfsögðu ákaflega stoltur yfir því trausti sem mér er sýnt. Þetta er samt ekki bara hrós fyrir mig heldur ÍBV líka,“ segir Heimir og ljóst að virðing hans fyrir uppeldisfélaginu er mikil. Heimir spilaði með ÍBV upp alla yngri flokka en hætti þegar hann gekk upp í 2. flokk. „Ég var svo lítill á þeim tímapunkti. Hópurinn var fjölmennur og ég sá engan tilgang í að vera þarna. Við vorum bara með eitt lið sem ég hefði aldrei komist í,“ segir Heimir, sem á svipuðum tíma byrjaði að aðstoða Pólverjann Gregor Bielatovic við þjálfun yngri flokka. „Okkur var safnað saman nokkrum sem vorum taldir efni í góða þjálfara. Forráðamenn ÍBV vildu að við ynnum með Gregor. Það kveikti hjá mér áhuga á þjálfun hvernig hann nálgaðist fótbolta.“ Heimir tók í kjölfarið vaxtarkipp og fór að spila aftur. „Þá varð karlinn brjálaður því hann sá að ég var betri en hann hafði talið. Hann húðskammaði mig fyrir að hafa hætt í eitt ár,“ segir Heimir og brosir.Hélt að starfið væri hans 2011 Úr varð að Heimir spilaði með hléum í áratug í meistaraflokki ÍBV í stöðu miðvarðar ásamt því að þjálfa. Hann stýrði kvennaliði félagsins í fimm ár og karlaliðinu sömuleiðis í fimm ár. „Ég fékk alltaf stærra og stærra hlutverk hjá ÍBV. Þeir bjuggu mig í raun og veru til. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir að hafa haft trú á mér.“ Sumarið 2011 ákvað hann að nóg væri komið og tilkynnti áður en tímabilið var úti að hann yrði ekki áfram hjá ÍBV. „Það er erfitt að vera þjálfari í Eyjum. Ég vildi gefa Eyjamönnum tíma til að finna nýjan þjálfara og honum kost á að vera með mér síðustu leikina og kynnast félaginu,“ segir Heimir. Skömmu síðar hringdi síminn. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á línunni. „Ég bjóst við því að ég væri að fara að verða næsti landsliðsþjálfari,“ segir Heimir og hlær. Geir hafi tjáð honum að sambandið væri í leit að erlendum þjálfara og vildi Heimi sem hans aðstoðarmann. „Þeir réðu mig áður en gengið var frá ráðningu á aðalþjálfara,“ segir Heimir. KSÍ heyrði hljóðið í Roy Keane og skömmu síðar var nafn Lars Lagerbäck komið upp á borðið. Heimir þekkti aðeins til Svíans frá því Lagerbäck kenndi honum í þrjá daga á þjálfaranámskeiði á Englandi. „Ég veit ekkert hvort hann man eftir mér en ég vissi vel hver hann var.“Hefði endað illa Síðan eru liðin tvö ár og karlalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi. Liðið beið lægri hlut í umspilsleikjum gegn Króötum um laust sæti á HM á dögunum og eru væntingar til liðsins miklar. Heimir segist sjá það núna, eftir árin tvö sem aðstoðarmaður Svíans, að hann hafi ekki verið tilbúinn að taka við landsliðinu fyrir tveimur árum eins og hann taldi sig vera. „Ég sé sjálfur núna að það hefði aldrei gengið. Ég hefði haldið áfram að þjálfa landsliðið eins og ÍBV. Það hefði alltaf endað illa,“ segir Heimir. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi, sem þjálfari ÍBV, lagt upp með að hafa skemmtilegar æfingar þegar illa gekk til að hressa hópinn við. Hjá Lars sé hins vegar stöðugt unnið í ákveðnum hlutum. „Leikmenn vita að hverju þeir ganga. Þeir ráða ekki neinu en vita nákvæmlega hvað er að gerast í íslenska landsliðinu.“ Mikilvægast sé að leggja áherslu á grunnatriðin á þeim skamma tíma sem landsliðið komi saman. „Ég hefði örugglega farið í að sýna hvað ég kann mikið á meðan Lars, sem kann miklu meira en ég, einbeitir sér að grunnatriðunum,“ segir Heimir af einskærri einlægni. Hann segist hafa lært margt af Lars og þá sérstaklega hvernig hann vinni með atvinnumönnum líkt og tilfellið er með flesta okkar landsliðsmenn.Erfitt að öðlast virðingu „Ef þú skoðar söguna þá hefur það ekki verið framaskref fyrir þjálfara að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Heimir. Aðeins í undantekningartilfellum hafi menn gert eitthvað merkilegt eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara. „Ég held að ástæðan sé sú að við erum bara aldir upp í áhugamannafótbolta. Það er dálítið erfitt að öðlast virðingu atvinnumanna.“ Hann rifjar upp gagnrýni landsliðsmannsins fyrrverandi, Grétars Rafns Steinssonar, á umhverfið sem íslenskir landsliðsmenn þyrftu að sætta sig við. „Ég skil hvað hann átti við. Þó að við séum Ísland, séum lítil þjóð og höfum lítinn pening þá verðum við að skapa þessum mönnum í það minnsta svipaða umgjörð og þeir eru vanir,“ segir Heimir. Lars kunni þá list vel að skapa leikmönnum frelsi til að vera atvinnumenn í stað þess að setja reglur líkt og þurfi stundum hjá íslenskum félagsliðum. Nefnir hann morgunmat leikmanna sem dæmi. „Það er ekki þannig að allir þurfi að mæta á slaginu sjö heldur mega menn mæta á bilinu átta til tíu.“ Þannig geti þeir sofið lengur sem vilja en aðrir vaknað snemma. Æfing sé svo fljótlega í kjölfar morgunverðar svo leikmenn geti nýtt daginn í persónuleg erindi. „Við reynum að hanna þetta þannig að leikmennirnir geti verið þeir sjálfir, notið þess að vera á Íslandi og frjálsir.“Lars lætur hrósið til annarra Heimir er þakklátur fyrir árin tvö sem aðstoðarmaður Lars Lagerbäck. Þó hafi ekki komið til greina af hans hálfu að vera áfram í hlutverki aðstoðarmanns. „Ég er það metnaðarfullur að ég ætla ekki að vera heimsins besti aðstoðarþjálfari. Það kom aldrei til greina af minni hálfu,“ segir Heimir. Markmið hans hafi verið að læra sem mest á árunum tveimur og sjá svo hvaða tækifæri byðust í framhaldinu. „Ég er kannski einn af fáum þjálfurum sem þarf ekki á þessu að halda. Ég er með gott starf og alltaf plan B. Ég er heppinn að því leytinu til að ég get sagt nei og á auðvelt með það.“ Ekki hefur farið fram hjá þeim sem setið hafa fundi með þeim Heimi og Lars að virðing þeirra er gagnkvæm. Svíinn vísar spurningum reglulega til Heimis og bendir á að hann viti hitt og þetta mun betur þrátt fyrir reynslu þess sænska á stóra sviðinu. „Einn af mörgum kostum Lars er að hann lætur þá sem eru í kringum hann líða vel,“ segir Heimir. „Á ákveðnum augnablikum, þar sem flestir myndu taka hrósið til sín og spenna sig upp, þá lætur hann hrósið til annarra. Það er eitthvað sem ég hef reynt að tileinka mér og læra af honum.“ Eyjamaðurinn segir Lars alltaf hafa látið sig hafa það á tilfinningunni að þeirra vinna væri fullkomin samvinna. „Við veljum alltaf liðið saman. Auðvitað höfum við aðeins deilt en þá tökum við rökræðu þar til við finnum lausn. Hann hefur aldrei sagt: „Nei, þetta verður svona!““Gengur af kollega sínum dauðum Heimir er kvæntur Írisi Sæmundsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu í knattspyrnu, og eiga þau tvo syni, Hallgrím 17 ára og Kristófer 11 ára, sem eru á kafi í fótbolta. „Þau eru ákaflega stolt af því að ég sé í þessu starfi og hvöttu mig til að taka það,“ segir Heimir sem rekur tannlæknastofu í Eyjum. Hann segir fjölskylduna orðna vana því að hann sé á kafi í þjálfun meðfram tannlæknastarfinu. Hann er einn með stofu í Eyjum í augnablikinu. „Ég var alltaf með tannlækni hjá mér en nú er hann farinn í sérnám. Ég er í smá vandræðum þessa stundina og vantar tannlækni til að leysa mig af,“ segir Heimir. Óvíst sé hvort hann þurfi að flytja stofuna upp á land eða hvað verði. „Við verðum að sjá til hvernig málin þróast. Ég er að renna svolítið blint í sjóinn.“ Einhver gæti ímyndað sér að nú hlakkaði í samkeppnisaðilum á tannlæknamarkaðnum í Eyjum en Heimir þvertekur fyrir það. „Það er einn annar tannlæknir og ég er sennilega að ganga frá honum dauðum,“ segir Heimir og hlær. Hann telur þurfa að lágmarki tvo til þrjá tannlækna á Eyjunni fögru til að halda úti góðri þjónustu. „Það er oft talað um 1.200 manns á tannlækni. Kollegi minn yrði með um 4.000 manns á meðan ég væri í burtu. Það er alltof mikið.“Töpum aldrei 5-0 á heimavelli Heimir neitar að ljúka viðtalinu án þess að ræða um samstarfsfólk sitt í landsliðinu. „Það hefur verið alveg stórkostlegt að vinna með því,“ segir Heimir og næst á dagskrá eru stuðningsmennirnir. „Það er alveg nýtt að endurtekið sé uppselt á Laugardalsvöll þegar landsliðið er að spila hvort sem andstæðingurinn er Albanía eða Kýpur. Að fá í kringum eitt þúsund manns til Króatíu er algjör brandari,“ segir Heimir. Hann segist stoltur af því að hafa tekið þátt í því með stuðningssveitinni Tólfunni að bæði fjölga stuðningsmönnum en einnig bæta stemninguna. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að stuðningurinn hverfi um leið og landsliðið steinliggi 5-0 á Laugardalsvelli er Heimir fljótur til svars: „Í fyrsta lagi munum við aldrei tapa 5-0 á Laugardalsvellinum,“ segir Heimir léttur en hugsar sig svo aðeins lengur um. „Nei, ég held að stemningin sé komin til að vera. Ég gef mér það að uppselt verði á Laugardalsvöll það sem eftir er. Ég held að mikið þurfi að ganga á til þess að stemningin hrynji eftir þetta tap í Króatíu.“
Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira