Hernaðaríhlutanir á leið út af kortinu Brjánn Jónasson skrifar 21. nóvember 2013 06:15 Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúmlega tvö ár ár án þess að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við. Nordicphotos/AFP Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði. Tímor-Leste Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði.
Tímor-Leste Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira