Ferð til Brasilíu í sumar er ekki lengur draumur Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen vinnur skallaeinvígi á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb í gær. MYnd/Vilhelm „Ég er gífurlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Miðjumaðurinn segir hlutverk sitt sérstaklega skemmtilegt þessa dagana þegar svona vel gangi. „Okkur hefur tekist að breyta hugarfari Íslendinga gagnvart landsliðinu. Við spilum skemmtilegan fótbolta og það sást í stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn.“ Leikmenn íslenska liðsins börðust sem sært ljón í umræddum leik. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli sem voru fyrsta flokks úrslit í ljósi þess að Íslendingar spiluðu manni færri í síðari hálfleik. „Auðvitað erum við minni spámenn í þessum leikjum en við erum þó ekki svo fjarri Króötunum,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. „Ég hlakka til leiksins og tel okkur eiga góðan möguleika.“ Landsliðsþjálfarinn 65 ára hefur ítrekað lýst yfir ánægju sinni með leikmenn íslenska landsliðsins. Þeir hvorki kvarti né kveini heldur taki mikla ábyrgð, séu ófeimnir og flottir fulltrúar þjóðar sinnar. Fyrirliðinn Aron Einar er ekki síður stoltur af strákunum sem hann mun leiða út á Maksimir-leikvanginn í Zagreb í kvöld. „Ég er rosalega stoltur af strákunum, hvernig þetta hefur gengið og hvernig þeir hafa meðhöndlað stöðuna,“ segir Aron Einar hvergi banginn fyrir leikinn stóra í kvöld. Menn séu hættir að láta sig dreyma því nú sé þetta í þeirra höndum. Ferð til Brasilíu í sumar sé góður möguleiki. „Við verðum bara að hafa trú á því. Það er það eina sem skiptir máli. Hafi leikmenn ekki trú á verkefninu er voðinn vís. Leikurinn verður erfiður og strákarnir vita það vel.“ Lagerbäck var brosmildur í spjalli við blaðamann í gær og óskandi að hið sama verði uppi á teningnum að leik loknum í kvöld. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég vona það að sjálfsögðu en það kemur í ljós að leik loknum. Yfirspili Króatar okkur og sigri þá brosi ég varla,“ segir Lagerbäck. Þá þurfi Ísland að sætta sig við að vera lakara lið en Króatía. „Ég vona hins vegar að við verðum báðir brosandi annað kvöld.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
„Ég er gífurlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Miðjumaðurinn segir hlutverk sitt sérstaklega skemmtilegt þessa dagana þegar svona vel gangi. „Okkur hefur tekist að breyta hugarfari Íslendinga gagnvart landsliðinu. Við spilum skemmtilegan fótbolta og það sást í stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn.“ Leikmenn íslenska liðsins börðust sem sært ljón í umræddum leik. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli sem voru fyrsta flokks úrslit í ljósi þess að Íslendingar spiluðu manni færri í síðari hálfleik. „Auðvitað erum við minni spámenn í þessum leikjum en við erum þó ekki svo fjarri Króötunum,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. „Ég hlakka til leiksins og tel okkur eiga góðan möguleika.“ Landsliðsþjálfarinn 65 ára hefur ítrekað lýst yfir ánægju sinni með leikmenn íslenska landsliðsins. Þeir hvorki kvarti né kveini heldur taki mikla ábyrgð, séu ófeimnir og flottir fulltrúar þjóðar sinnar. Fyrirliðinn Aron Einar er ekki síður stoltur af strákunum sem hann mun leiða út á Maksimir-leikvanginn í Zagreb í kvöld. „Ég er rosalega stoltur af strákunum, hvernig þetta hefur gengið og hvernig þeir hafa meðhöndlað stöðuna,“ segir Aron Einar hvergi banginn fyrir leikinn stóra í kvöld. Menn séu hættir að láta sig dreyma því nú sé þetta í þeirra höndum. Ferð til Brasilíu í sumar sé góður möguleiki. „Við verðum bara að hafa trú á því. Það er það eina sem skiptir máli. Hafi leikmenn ekki trú á verkefninu er voðinn vís. Leikurinn verður erfiður og strákarnir vita það vel.“ Lagerbäck var brosmildur í spjalli við blaðamann í gær og óskandi að hið sama verði uppi á teningnum að leik loknum í kvöld. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég vona það að sjálfsögðu en það kemur í ljós að leik loknum. Yfirspili Króatar okkur og sigri þá brosi ég varla,“ segir Lagerbäck. Þá þurfi Ísland að sætta sig við að vera lakara lið en Króatía. „Ég vona hins vegar að við verðum báðir brosandi annað kvöld.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn