Orðheldna stjórnin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Ein ástæðan fyrir því að Íslendingar bera lítið traust til stjórnmálamanna er hvað þeir eru stundum gjörsamlega ósammála sjálfum sér. Það er furðulega algengt að menn gangi af göflunum í stjórnarandstöðu yfir athæfi sem þeir sjá svo ekkert athugavert við þegar þeir eru komnir í stjórn – og reyndar öfugt líka. Ljómandi gott dæmi um þetta birtist á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Núverandi ríkisstjórn hyggst halda sig við það að innheimta sérstakan raforkuskatt af stóriðjufyrirtækjum, sem á að skila 1,7 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári. Skatturinn var settur á samkvæmt samkomulagi stóriðjufyrirtækjanna og fyrri ríkisstjórnar árið 2009 og átti þá að vera tímabundinn til þriggja ára. Árið 2010 fór Rio Tinto Alcan, eigandi álversins í Straumsvík, fram á að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra staðfesti skriflega að samkomulagið héldi og skatturinn rynni út. Sú yfirlýsing var ein forsenda þess að Rio Tinto Alcan réðst í 60 milljarða króna fjárfestingarverkefni í Straumsvík, það stærsta eftir hrun. Svo sveik vinstristjórnin samkomulagið og framlengdi skattinn til ársins 2015. Viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar við þeirri ákvörðun voru rifjuð upp í Fréttablaðinu í gær. Sigmundur forsætisráðherra sagði meðal annars, þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forveri hans, hafði reynt að réttlæta ákvörðunina: „Þessir útúrsnúningar eru náttúrlega svo ósvífnir og grófir að þeir eru til þess fallnir að hræða hvern þann sem hefur verið að velta fyrir sér að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu á Íslandi frá því. Vonandi verður skaðinn ekki langvarandi, vonandi tekst nýrri ríkisstjórn fljótt að sýna fram á að hún haldi loforð og samninga betur en sú sem ég vona að fari frá næsta vor.“ Bjarni fjármálaráðherra sagði: „Svikin loforð á borð við þetta eru, ásamt öðru, til þess fallin að fæla menn frá því að koma með fjármagn til Íslands.“ Báðir höfðu þessir heiðursmenn rétt fyrir sér. Þegar þeir voru sjálfir komnir í stjórn ákváðu þeir þrátt fyrir stóru orðin að breyta ekki lögum, heldur láta raforkuskattinn gilda til 2015. Það eru afskaplega aum svör hjá Bjarna í Fréttablaðinu í dag að stjórnin hafi fengið svikin í arf, þau hafi þegar átt sér stað. Að sjálfsögðu gæti hann beitt sér fyrir því að lögunum yrði breytt og skatturinn rynni út í lok þessa árs, í stað þess að gilda tvö ár enn. En hann hefur vantað peninga í kassann og ætti þá kannski bara að segja hreint út að hann hafi tekið skatttekjur strax fram yfir hugsanlegan ávinning af erlendum fjárfestingum í framtíðinni. Það er hins vegar rétt hjá Bjarna að núverandi stjórnarandstaða hefur gagnrýnt að skatturinn eigi að renna út 2015, þrátt fyrir að hafa sjálf lofað því upphaflega að hann ætti bara að gilda til 2012. Við getum rétt ímyndað okkur svívirðingarnar um að byrðunum væri létt af vondu kapítalistunum, hefði núverandi stjórn ákveðið að afnema skattinn. Það hefði orðið endurómur af skömmunum út af auðlegðarskattinum, sem gamla stjórnin var reyndar sjálf búin að lýsa yfir að yrði ekki framlengdur. Við skulum hins vegar gera ráð fyrir að með allri þessari vitleysu – hverju íslenzkir stjórnmálamenn lofa og hvað þeir svíkja, hvað þeir segja fyrir kosningar og hvað eftir kosningar og hvað þeir tala og hvað þeir gera – fylgist erlendir fjárfestar. Og jú, það er rétt hjá Sigmundi Davíð að þeir hljóta að vera hræddir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Ein ástæðan fyrir því að Íslendingar bera lítið traust til stjórnmálamanna er hvað þeir eru stundum gjörsamlega ósammála sjálfum sér. Það er furðulega algengt að menn gangi af göflunum í stjórnarandstöðu yfir athæfi sem þeir sjá svo ekkert athugavert við þegar þeir eru komnir í stjórn – og reyndar öfugt líka. Ljómandi gott dæmi um þetta birtist á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Núverandi ríkisstjórn hyggst halda sig við það að innheimta sérstakan raforkuskatt af stóriðjufyrirtækjum, sem á að skila 1,7 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári. Skatturinn var settur á samkvæmt samkomulagi stóriðjufyrirtækjanna og fyrri ríkisstjórnar árið 2009 og átti þá að vera tímabundinn til þriggja ára. Árið 2010 fór Rio Tinto Alcan, eigandi álversins í Straumsvík, fram á að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra staðfesti skriflega að samkomulagið héldi og skatturinn rynni út. Sú yfirlýsing var ein forsenda þess að Rio Tinto Alcan réðst í 60 milljarða króna fjárfestingarverkefni í Straumsvík, það stærsta eftir hrun. Svo sveik vinstristjórnin samkomulagið og framlengdi skattinn til ársins 2015. Viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar við þeirri ákvörðun voru rifjuð upp í Fréttablaðinu í gær. Sigmundur forsætisráðherra sagði meðal annars, þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forveri hans, hafði reynt að réttlæta ákvörðunina: „Þessir útúrsnúningar eru náttúrlega svo ósvífnir og grófir að þeir eru til þess fallnir að hræða hvern þann sem hefur verið að velta fyrir sér að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu á Íslandi frá því. Vonandi verður skaðinn ekki langvarandi, vonandi tekst nýrri ríkisstjórn fljótt að sýna fram á að hún haldi loforð og samninga betur en sú sem ég vona að fari frá næsta vor.“ Bjarni fjármálaráðherra sagði: „Svikin loforð á borð við þetta eru, ásamt öðru, til þess fallin að fæla menn frá því að koma með fjármagn til Íslands.“ Báðir höfðu þessir heiðursmenn rétt fyrir sér. Þegar þeir voru sjálfir komnir í stjórn ákváðu þeir þrátt fyrir stóru orðin að breyta ekki lögum, heldur láta raforkuskattinn gilda til 2015. Það eru afskaplega aum svör hjá Bjarna í Fréttablaðinu í dag að stjórnin hafi fengið svikin í arf, þau hafi þegar átt sér stað. Að sjálfsögðu gæti hann beitt sér fyrir því að lögunum yrði breytt og skatturinn rynni út í lok þessa árs, í stað þess að gilda tvö ár enn. En hann hefur vantað peninga í kassann og ætti þá kannski bara að segja hreint út að hann hafi tekið skatttekjur strax fram yfir hugsanlegan ávinning af erlendum fjárfestingum í framtíðinni. Það er hins vegar rétt hjá Bjarna að núverandi stjórnarandstaða hefur gagnrýnt að skatturinn eigi að renna út 2015, þrátt fyrir að hafa sjálf lofað því upphaflega að hann ætti bara að gilda til 2012. Við getum rétt ímyndað okkur svívirðingarnar um að byrðunum væri létt af vondu kapítalistunum, hefði núverandi stjórn ákveðið að afnema skattinn. Það hefði orðið endurómur af skömmunum út af auðlegðarskattinum, sem gamla stjórnin var reyndar sjálf búin að lýsa yfir að yrði ekki framlengdur. Við skulum hins vegar gera ráð fyrir að með allri þessari vitleysu – hverju íslenzkir stjórnmálamenn lofa og hvað þeir svíkja, hvað þeir segja fyrir kosningar og hvað eftir kosningar og hvað þeir tala og hvað þeir gera – fylgist erlendir fjárfestar. Og jú, það er rétt hjá Sigmundi Davíð að þeir hljóta að vera hræddir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun