Sigga sýnir líffæri í Svíþjóð Sara McMahon skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Sigríður Heimisdóttir sýnir glerlíffæri sín í einu helsta hönnunargalleríinu í Svíþjóð. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef tekið þátt í samsýningum bæði í Stokkhólmi og annars staðar í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin sem ég held hér. Um er að ræða sýningu í einu fremsta hönnunargalleríi í Svíþjóð, Designgalleriet heitir það. Stefan Nilsson á og rekur galleríið, en hann er einn helsti trendgúrú landsins,“ segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir. Hún opnaði einkasýningu í Designgalleriet í Stokkhólmi í gær þar sem glerlíffæri hennar verða sýnd. „Við Stefan kynntumst fyrir nokkrum árum og í fyrra ákváðum við að setja upp sýningu í kringum glerið sem ég hef verið að vinna fyrir CMOG, stærsta glerlistasafn heims.“ Sigga hefur framleitt líffærin frá árinu 2007 og í línunni eru meðal annars hjörtu, lungu, blóðkorn, risavaxið auga og tennur. „Eitt verkið samanstendur af tveimur ljósbláum lungum og glæru hjarta, því fylgir hljóðverk þar sem hjarta heyrist slá. Þetta verk er innblásið af súrefninu og loftinu sem við öndum að okkur. Næsta mál á dagskrá er að gera manneskju úr glæru gleri, með líffæri í lit,“ útskýrir hún.Sýningunni er ætlað að vekja athygli á nauðsyn líffæragjafa og var fjölmennt á opnun sýningarinnar í gær. „Helstu glerhönnuðir Svía mættu sem og menningarmálaráðherra Svíþjóðar og blaðamenn helstu hönnunartímaritanna.“ Sigga býr á Íslandi en starfar aðallega erlendis. Hún kveðst ekki ætla að halda frekari sýningar í nánustu framtíð enda sé dýrt að flytja líffærin á milli landa. „Það er fáránlega dýrt hobbí að blása gler og flytja það á milli heimsálfa. Það dugir mér að blása til glerveislu einu sinni á ári,“ segir hún að lokum Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég hef tekið þátt í samsýningum bæði í Stokkhólmi og annars staðar í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin sem ég held hér. Um er að ræða sýningu í einu fremsta hönnunargalleríi í Svíþjóð, Designgalleriet heitir það. Stefan Nilsson á og rekur galleríið, en hann er einn helsti trendgúrú landsins,“ segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir. Hún opnaði einkasýningu í Designgalleriet í Stokkhólmi í gær þar sem glerlíffæri hennar verða sýnd. „Við Stefan kynntumst fyrir nokkrum árum og í fyrra ákváðum við að setja upp sýningu í kringum glerið sem ég hef verið að vinna fyrir CMOG, stærsta glerlistasafn heims.“ Sigga hefur framleitt líffærin frá árinu 2007 og í línunni eru meðal annars hjörtu, lungu, blóðkorn, risavaxið auga og tennur. „Eitt verkið samanstendur af tveimur ljósbláum lungum og glæru hjarta, því fylgir hljóðverk þar sem hjarta heyrist slá. Þetta verk er innblásið af súrefninu og loftinu sem við öndum að okkur. Næsta mál á dagskrá er að gera manneskju úr glæru gleri, með líffæri í lit,“ útskýrir hún.Sýningunni er ætlað að vekja athygli á nauðsyn líffæragjafa og var fjölmennt á opnun sýningarinnar í gær. „Helstu glerhönnuðir Svía mættu sem og menningarmálaráðherra Svíþjóðar og blaðamenn helstu hönnunartímaritanna.“ Sigga býr á Íslandi en starfar aðallega erlendis. Hún kveðst ekki ætla að halda frekari sýningar í nánustu framtíð enda sé dýrt að flytja líffærin á milli landa. „Það er fáránlega dýrt hobbí að blása gler og flytja það á milli heimsálfa. Það dugir mér að blása til glerveislu einu sinni á ári,“ segir hún að lokum
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira