Safna fyrir sandblásnum speglum Sara McMahon skrifar 30. október 2013 07:00 Linda Björg Árnadóttir, hönnuður, safnar fyrir nýrri vöru á Karolina Fund. Fréttablaðið/vilhelm „Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira