Enginn vill hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 08:30 Maksimir-leikvangurinn í Zagreb. Mynd/NordicPhotos/Getty Karlalandslið Íslands sækir Króata heim á Maksimir-leikvanginn í Zagreb hinn 19. nóvember. Landslið mótherjanna spilar allajafna heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. Það mun liðið gera þegar íslensku strákarnir mæta í heimsókn. Umhverfis völlinn er hlaupabraut en íslenskir stuðningsmenn hafa löngum kvartað yfir hlaupabrautinni á Laugardalsvelli. Fjarlægð áhorfenda frá vellinum er sögð minnka stemninguna og taka Króatar undir það sjónarmið.Aleksandar Holiga„Enginn kann að meta hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag,“ segir króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga. Hann segir hlaupabrautina þó ekki það vandamál sem sé efst í huga landa sinna. „Við köllum leikvanginn ýmist þann ljótasta í Evrópu eða skömm Maksimir,“ segir Holiga en Maksimir er nafn á hverfinu í Zagreb þar sem má meðal annars finna stóran almenningsgarð auk leikvangsins. Leikvangurinn fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári en miklum fjármunum hefur verið varið í endurbætur á honum. Holiga segir það þó ekki að sjá enda löngu ljóst að rífa þurfi leikvanginn. Það hafi staðið til í áratugi en ekki hafi fengist nægt fjármagn. Skiptar skoðanir eru á því hvort nýjan leikvang skuli byggja á rústum þess gamla, verði hann rifinn, eða hvort byggja eigi í úthverfinu.Litríkur Maksimir-leikvangurinn tekur rúmlega 38 þúsund manns í sæti.nordicphotos/Getty„Staðsetningin hefur tilfinningalegt gildi fyrir suma,“ segir Holiga um þá sem vilja halda leikvanginum á sama stað. Vandamálið sé hins vegar að umferðaræðar geri staðsetninguna alls ekki góða. * Þrátt fyrir allt segir Holiga að andrúmsloftið á Maksimir geti verið rafmagnað á sumum leikjum. Áhugi fólks á landsliðinu sé hins vegar ekki þess eðlis að reikna megi með slíku þegar strákarnir okkar mæti í heimsókn. „Manni líður samt alltaf kjánalega á leikvanginum enda virkar hver stúka eins og hún hafi verið byggð fyrir annan leikvang. Þá virkar hún líka galopin á öllum hliðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Karlalandslið Íslands sækir Króata heim á Maksimir-leikvanginn í Zagreb hinn 19. nóvember. Landslið mótherjanna spilar allajafna heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. Það mun liðið gera þegar íslensku strákarnir mæta í heimsókn. Umhverfis völlinn er hlaupabraut en íslenskir stuðningsmenn hafa löngum kvartað yfir hlaupabrautinni á Laugardalsvelli. Fjarlægð áhorfenda frá vellinum er sögð minnka stemninguna og taka Króatar undir það sjónarmið.Aleksandar Holiga„Enginn kann að meta hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag,“ segir króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga. Hann segir hlaupabrautina þó ekki það vandamál sem sé efst í huga landa sinna. „Við köllum leikvanginn ýmist þann ljótasta í Evrópu eða skömm Maksimir,“ segir Holiga en Maksimir er nafn á hverfinu í Zagreb þar sem má meðal annars finna stóran almenningsgarð auk leikvangsins. Leikvangurinn fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári en miklum fjármunum hefur verið varið í endurbætur á honum. Holiga segir það þó ekki að sjá enda löngu ljóst að rífa þurfi leikvanginn. Það hafi staðið til í áratugi en ekki hafi fengist nægt fjármagn. Skiptar skoðanir eru á því hvort nýjan leikvang skuli byggja á rústum þess gamla, verði hann rifinn, eða hvort byggja eigi í úthverfinu.Litríkur Maksimir-leikvangurinn tekur rúmlega 38 þúsund manns í sæti.nordicphotos/Getty„Staðsetningin hefur tilfinningalegt gildi fyrir suma,“ segir Holiga um þá sem vilja halda leikvanginum á sama stað. Vandamálið sé hins vegar að umferðaræðar geri staðsetninguna alls ekki góða. * Þrátt fyrir allt segir Holiga að andrúmsloftið á Maksimir geti verið rafmagnað á sumum leikjum. Áhugi fólks á landsliðinu sé hins vegar ekki þess eðlis að reikna megi með slíku þegar strákarnir okkar mæti í heimsókn. „Manni líður samt alltaf kjánalega á leikvanginum enda virkar hver stúka eins og hún hafi verið byggð fyrir annan leikvang. Þá virkar hún líka galopin á öllum hliðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira