Fleyga laxastiga í klappir Úlfarsár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. október 2013 07:00 Hér sést hvar greiða á fiskinum leið uðð Úlfarsá. Mynd/Veiðifélag Úlfarsár. Veiðifélag Úlfarsár hefur óskað eftir leyfi til að fleyga úr klöpp í Úlfarsá til að auðvelda göngu lax upp ána. Að því er fram kemur í umsókn Veiðifélagsins til Reykjavíkurborgar hvílir hverfisvernd borgarinnar á Úlfarsá vestan megin vegna náttúrufars og lífríkis. Austan megin sé svæðið á náttúruminjaskrá hjá Mosfellsbæ. „Undanfarin ár hefur rennsli árinnar verið stýrt með sandpokum til að auðvelda fiskinum uppgöngu,“ segir veiðifélagið. Með því að fleyga úr klöppum ofan við Sjávarfoss þar sem fiskurinn safnist saman muni „skapast náttúrulegur laxastigi“. Í umsögn kveðst Veiðimálastofnun oft hafa lagt til að uppganga laxa í Úlfarsá yrði auðvelduð. „Líkur eru til að klappir og grynningar í neðsta hluta árinnar torveldi uppgöngu sem leiði til þess að lax leiti upp í ár í nágrenninu,“ segir Veiðimálastofnun. Yfir helmingur veiðinnar úr Úlfarsá komi úr fossinum. Veiðimálastofnun segir að framkvæmdin ætti að auðvelda fiski að dreifa sér um ána. „Einnig má gera ráð fyrir að veiðiálag minnki og dreifist þar sem fiskar bunkast ekki lengur upp í hyl fyrir neðan klapparhaftið.“ Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Veiðifélag Úlfarsár hefur óskað eftir leyfi til að fleyga úr klöpp í Úlfarsá til að auðvelda göngu lax upp ána. Að því er fram kemur í umsókn Veiðifélagsins til Reykjavíkurborgar hvílir hverfisvernd borgarinnar á Úlfarsá vestan megin vegna náttúrufars og lífríkis. Austan megin sé svæðið á náttúruminjaskrá hjá Mosfellsbæ. „Undanfarin ár hefur rennsli árinnar verið stýrt með sandpokum til að auðvelda fiskinum uppgöngu,“ segir veiðifélagið. Með því að fleyga úr klöppum ofan við Sjávarfoss þar sem fiskurinn safnist saman muni „skapast náttúrulegur laxastigi“. Í umsögn kveðst Veiðimálastofnun oft hafa lagt til að uppganga laxa í Úlfarsá yrði auðvelduð. „Líkur eru til að klappir og grynningar í neðsta hluta árinnar torveldi uppgöngu sem leiði til þess að lax leiti upp í ár í nágrenninu,“ segir Veiðimálastofnun. Yfir helmingur veiðinnar úr Úlfarsá komi úr fossinum. Veiðimálastofnun segir að framkvæmdin ætti að auðvelda fiski að dreifa sér um ána. „Einnig má gera ráð fyrir að veiðiálag minnki og dreifist þar sem fiskar bunkast ekki lengur upp í hyl fyrir neðan klapparhaftið.“
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði