Sækjum til sigurs í Osló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna í gær. Mynd/Vilhelm „Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
„Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira