Þar sem listin og hönnun mætast Marín Manda skrifar 11. október 2013 13:00 Una Stígsdóttir Una Stígsdóttir hannar og vinnur falleg hálsmen úr gleri, tré og leir. Það er alls konar fagurfræði sem fylgir manni frá listinni. Eitthvað sem er bara rótgróið í mér. Ég kem því fram við þetta eins og málverk, sérstaklega hvernig ég blanda saman litunum,“ segir Una Stígsdóttir sem gerir fallegar, litríkar hálsfestar og selur í versluninni Kraumi á Laugaveginum.Hálsfestarnar eru mjög litríkar.Una kemur úr listamannafjölskyldu og byrjaði að læra klæðskerann í Iðnskólanum aðeins 16 ára gömul. Það var því eðlileg þróun að sækja meira nám innan listarinnar en hún útskrifaðist sem myndlistarkona af málarabraut í Suður-Þýskalandi. Una segir málarabrautina ekki hafa einskorðast við pensil og striga heldur hafi hún einnig fengið tækifæri til þess að vinna sjálfstætt með smágerðari hluti eins og leir.„Ég hef alltaf verið á milli þessara tveggja heima. Hönnun og list hafa alltaf togast á hjá mér. Ég valdi hins vegar listina því ég hef unnið mikið við búninga og leikmuni í leikhúsinu sem eru beintengd því að skapa nytjahluti. Mér finnst það vera fullkominn vettvangur þar sem listin og hönnun mætast í einhverju einstöku.“ Hálsfestarnar eru allar handgerðar. Perlurnar eru úr gleri en sumt hráefnið er unnið frá grunni úr leir eða tré sem Una tálgar, málar og lakkar. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Una Stígsdóttir hannar og vinnur falleg hálsmen úr gleri, tré og leir. Það er alls konar fagurfræði sem fylgir manni frá listinni. Eitthvað sem er bara rótgróið í mér. Ég kem því fram við þetta eins og málverk, sérstaklega hvernig ég blanda saman litunum,“ segir Una Stígsdóttir sem gerir fallegar, litríkar hálsfestar og selur í versluninni Kraumi á Laugaveginum.Hálsfestarnar eru mjög litríkar.Una kemur úr listamannafjölskyldu og byrjaði að læra klæðskerann í Iðnskólanum aðeins 16 ára gömul. Það var því eðlileg þróun að sækja meira nám innan listarinnar en hún útskrifaðist sem myndlistarkona af málarabraut í Suður-Þýskalandi. Una segir málarabrautina ekki hafa einskorðast við pensil og striga heldur hafi hún einnig fengið tækifæri til þess að vinna sjálfstætt með smágerðari hluti eins og leir.„Ég hef alltaf verið á milli þessara tveggja heima. Hönnun og list hafa alltaf togast á hjá mér. Ég valdi hins vegar listina því ég hef unnið mikið við búninga og leikmuni í leikhúsinu sem eru beintengd því að skapa nytjahluti. Mér finnst það vera fullkominn vettvangur þar sem listin og hönnun mætast í einhverju einstöku.“ Hálsfestarnar eru allar handgerðar. Perlurnar eru úr gleri en sumt hráefnið er unnið frá grunni úr leir eða tré sem Una tálgar, málar og lakkar.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira