Áhersla á að koma ljóðinu til borgarbúa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. október 2013 10:00 "Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Bókmenntaborgar. Fréttablaðið/Vilhelm Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp. Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp.
Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira