Skemmtilegt að ná að kveðja hana hérna heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 07:00 Katrín Jónsdóttir. Mynd/Valli Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira