Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2013 08:00 Gareth Bale fagnar marki sínu gegn Villareal á laugardaginn. Markið dugði þó ekki til sigurs. Nordicphotos/Getty Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik með Real Madrid um helgina í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli. Frammistaða dýrasta knattspyrnumanns í heimi þótt heilt yfir ekki sérstök. Bale er sjötti breski leikmaðurinn til þess að spila með spænska stórliðinu en fimm Englendingar hafa áður haldið á vit ævintýranna í spænsku höfuðborginni. Allir byrjuðu með ágætum nema einn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um Bretana sex sem klæðst hafa fræga hvíta búningnum. Fimm eru Englendingar auk Walesverjans Bale.Laurie Cunningham sló í gegn hjá West Brom undir stjórn Ron Atkinson.Nordicphotos/GettyLaurie CunninghamKaupverð: 950 þúsund pund sumarið 1979. Enski kantmaðurinn var keyptur frá West Brom og var fyrsti Bretinn á mála hjá Real. Cunningham var fyrsti þeldökki landsliðsmaður Englands.Fyrsti leikur: Cunningham skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri á Valencia. Átti erfitt með að festa sig í sessi á fjórum árum hjá Real. Lét lífið fyrir aldur fram í bílslysi árið 1989.Steve McManaman með krullurnar sínar góðu.Nordicphotos/gettySteve McManamanKaupverð: Fór á frjálsri sölu frá Liverpool sumarið 1999. Félagaskipti McManaman voru umdeild þar sem hann hafði neitað að framlengja samning sinn við Liverpool.Fyrsti leikur: Lagði upp sigurmark í viðbótartíma í 2-1 sigri gegn Mallorca. Varð fyrsti Englendingurinn til að vinna Meistaradeildina með liði utan Evrópu og sá fyrsti til að vinna keppnina tvisvar. Starfar í dag í sjónvarpi.David Beckham fagnar fyrsta marki sínu ásamt Ronaldo.Nordicphotos/GettyDavid BeckhamKaupverð: 35 milljónir punda sumarið 2003. Beckham gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United þrátt fyrir miklar vangaveltur um að Barcelona yrði áfangastaður hans.Fyrsti leikur: Það tók Beckham aðeins þrjár mínútur að opna markareikning sinn hjá Real í 3-0 sigri á Mallorca í Ofurbikarnum. Beckham féll í ónáð hjá Fabio Capello en vann sig aftur inn í liðið sem hlaut spænska titilinn vorið 2007. Hélt í kjölfarið til L.A. Galaxy í Bandaríkjunum.Owen kom inn af bekknum gegn Mallorca.Nordicphotos/GettyMichael OwenKaupverð: 8 milljónir punda sumarið 2004. Owen var markahæsti leikmaður Liverpool sjö tímabil í röð áður en hann hélt til Spánar. Var valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu árið 2001.Fyrsti leikur: Owen kom inn á sem varamaður og lagði upp mark fyrir Ronaldo í 1-0 sigri á Mallorca. Owen skoraði þrettán mörk sitt eina tímabil með Real. Í kjölfarið flakkaði hann frá Newcastle til Manchester United áður en hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Stoke í vor.Jonathan Woodgate horfir á eftir boltanum í eigið net.Nordicphotos/GettyJonathan WoodgateKaupverð: 13 milljónir punda sumarið 2004. Kaupin á Woodgate komu töluvert á óvart enda hafði hann langa meiðslasögu að baki. Hann var meiddur við komuna til Madrídar og spilaði ekkert fyrstu leiktíðina.Fyrsti leikur: Woodgate skoraði sjálfsmark og var rekinn af velli með sitt annað gula spjald um miðjan síðari hálfleik í 3-1 sigri Real á Athletic Bilbao. „Þetta var ekki hin fullkomna byrjun,“ sagði Woodgate eftir leikinn. Spilar í dag með Middlesbrough í Championship-deildinni.Gareth Bale.Nordicphotos/GettyGareth BaleKaupverð: 86 milljónir punda í ágúst. Marga rak í rogastans þegar Wales-maðurinn var seldur fyrir hæstu upphæð sögunnar til Real Madrid eftir langar samningaviðræður Real Madrid við Tottenham.Fyrsti leikur: Gareth Bale opnaði markareikning sinn í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli á laugardagskvöldið. Wales-maðurinn átti þó engan stjörnuleik en létti vafalítið pressunni á sér með markinu. Ballið er rétt að byrja hjá Bale. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Real Madrid | Snúið próf fyrir meistarana Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Sjá meira
Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik með Real Madrid um helgina í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli. Frammistaða dýrasta knattspyrnumanns í heimi þótt heilt yfir ekki sérstök. Bale er sjötti breski leikmaðurinn til þess að spila með spænska stórliðinu en fimm Englendingar hafa áður haldið á vit ævintýranna í spænsku höfuðborginni. Allir byrjuðu með ágætum nema einn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um Bretana sex sem klæðst hafa fræga hvíta búningnum. Fimm eru Englendingar auk Walesverjans Bale.Laurie Cunningham sló í gegn hjá West Brom undir stjórn Ron Atkinson.Nordicphotos/GettyLaurie CunninghamKaupverð: 950 þúsund pund sumarið 1979. Enski kantmaðurinn var keyptur frá West Brom og var fyrsti Bretinn á mála hjá Real. Cunningham var fyrsti þeldökki landsliðsmaður Englands.Fyrsti leikur: Cunningham skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri á Valencia. Átti erfitt með að festa sig í sessi á fjórum árum hjá Real. Lét lífið fyrir aldur fram í bílslysi árið 1989.Steve McManaman með krullurnar sínar góðu.Nordicphotos/gettySteve McManamanKaupverð: Fór á frjálsri sölu frá Liverpool sumarið 1999. Félagaskipti McManaman voru umdeild þar sem hann hafði neitað að framlengja samning sinn við Liverpool.Fyrsti leikur: Lagði upp sigurmark í viðbótartíma í 2-1 sigri gegn Mallorca. Varð fyrsti Englendingurinn til að vinna Meistaradeildina með liði utan Evrópu og sá fyrsti til að vinna keppnina tvisvar. Starfar í dag í sjónvarpi.David Beckham fagnar fyrsta marki sínu ásamt Ronaldo.Nordicphotos/GettyDavid BeckhamKaupverð: 35 milljónir punda sumarið 2003. Beckham gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United þrátt fyrir miklar vangaveltur um að Barcelona yrði áfangastaður hans.Fyrsti leikur: Það tók Beckham aðeins þrjár mínútur að opna markareikning sinn hjá Real í 3-0 sigri á Mallorca í Ofurbikarnum. Beckham féll í ónáð hjá Fabio Capello en vann sig aftur inn í liðið sem hlaut spænska titilinn vorið 2007. Hélt í kjölfarið til L.A. Galaxy í Bandaríkjunum.Owen kom inn af bekknum gegn Mallorca.Nordicphotos/GettyMichael OwenKaupverð: 8 milljónir punda sumarið 2004. Owen var markahæsti leikmaður Liverpool sjö tímabil í röð áður en hann hélt til Spánar. Var valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu árið 2001.Fyrsti leikur: Owen kom inn á sem varamaður og lagði upp mark fyrir Ronaldo í 1-0 sigri á Mallorca. Owen skoraði þrettán mörk sitt eina tímabil með Real. Í kjölfarið flakkaði hann frá Newcastle til Manchester United áður en hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Stoke í vor.Jonathan Woodgate horfir á eftir boltanum í eigið net.Nordicphotos/GettyJonathan WoodgateKaupverð: 13 milljónir punda sumarið 2004. Kaupin á Woodgate komu töluvert á óvart enda hafði hann langa meiðslasögu að baki. Hann var meiddur við komuna til Madrídar og spilaði ekkert fyrstu leiktíðina.Fyrsti leikur: Woodgate skoraði sjálfsmark og var rekinn af velli með sitt annað gula spjald um miðjan síðari hálfleik í 3-1 sigri Real á Athletic Bilbao. „Þetta var ekki hin fullkomna byrjun,“ sagði Woodgate eftir leikinn. Spilar í dag með Middlesbrough í Championship-deildinni.Gareth Bale.Nordicphotos/GettyGareth BaleKaupverð: 86 milljónir punda í ágúst. Marga rak í rogastans þegar Wales-maðurinn var seldur fyrir hæstu upphæð sögunnar til Real Madrid eftir langar samningaviðræður Real Madrid við Tottenham.Fyrsti leikur: Gareth Bale opnaði markareikning sinn í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli á laugardagskvöldið. Wales-maðurinn átti þó engan stjörnuleik en létti vafalítið pressunni á sér með markinu. Ballið er rétt að byrja hjá Bale.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Real Madrid | Snúið próf fyrir meistarana Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Sjá meira