Pressa III tilnefnd til Prix Europa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. september 2013 11:00 Óskar Jónasson leikstýrði Pressu III og var jafnframt einn handritshöfunda. Hann segir tilnefninguna staðfesta gæði seríunnar. réttablaðið/ Fréttablaðið/GVA Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira