Lifum og deyjum eins og blómin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 13:00 „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/GVA Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira