Ný bók um sögu hönnunar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. ágúst 2013 14:45 Ásdís Jóelsdóttir hefur skrifað Sögu hönnunar MYND/GVA Yfirleitt er samfélagssagan sögð út frá styrjöldum og pólitík en ég tek fyrir umhverfi mannsins og þessa mannlegu þætti sem móta umhverfi hans; fatnað, byggingar og húsgögn. Þetta þrennt er það sem þróast hefur með manninum á hverjum tíma og endurspeglar þannig samfélagið,“ útskýrir Ásdís Jóelsdóttir en bók hennar, Saga hönnunar, er nýkomin út. Í bókinni fjallar Ásdís um sögu hönnunar frá tímum Egypta til okkar daga. Segja má að hvert einstakt verk sé mótað af því samfélagi, auðlindum, tækni og verkkunnáttu sem til staðar er hverju sinni.„Sú nálgun er einstök við þessa bók, það er hvernig ég segi frá fatnaði, byggingum og húsgögnum í sögu- og samfélagslegu samhengi, ég hef allavega ekki rekist á neina hliðstæða bók. Þannig getur lesandinn öðlast góða heildarsýn yfir hönnunarsöguna,“ útskýrir Ásdís og segir að þótt bókin sé fyrst og fremst fræði- og uppflettibók eigi hún erindi við alla. „Bókina er hægt að nota til kennslu en hún er líka frábær gjafabók. Einn lesandi sagði við mig að þetta væri bók sem allir ættu að eiga og hafa uppi á borðum til að glöggva sig á sögunni á nýjan hátt. Ég tek undir það. Ég held líka að mér hafi tekist gera hana nokkuð skemmtilega aflestrar, enda er meginmarkmiðið að segja áhugaverða sögu sem flestir hafa ánægju af að lesa.“ Ásdís hefur starfað við kennslu í fata- og textílhönnun og kennt hönnunar- og menningarsögu undanfarin ár. Þá er þetta ekki fyrsta bók Ásdísar innan hönnunargreinarinnar en hún hefur einnig samið bækur um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, sögu tískunnar og saumtæknibók fyrir fatasaum. Einnig hefur hún þýtt tvær bækur úr sænsku um snið og sniðteikningu fyrir konur og karlmenn. En er eitthvert tímabil hönnunarsögunnar í uppáhaldi? „Eiginlega ekki. Þegar maður sökkvir sér ofan í söguna er ákveðinn sjarmi yfir hverju tímabili, stefnu og straumum. Saga hönnunar er mikilvæg til að geta skoðað og skilið þróun samfélagsins í fortíð, nútíð og framtíð. Enda þurfa hönnuðir að hafa góða heildaryfirsýn yfir söguna til að geta verið þeir spámenn fyrir framtíðina sem þeir þurfa að vera.“„Bókina er hægt að nota til kennslu en hún er líka frábær gjafabók.“. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Yfirleitt er samfélagssagan sögð út frá styrjöldum og pólitík en ég tek fyrir umhverfi mannsins og þessa mannlegu þætti sem móta umhverfi hans; fatnað, byggingar og húsgögn. Þetta þrennt er það sem þróast hefur með manninum á hverjum tíma og endurspeglar þannig samfélagið,“ útskýrir Ásdís Jóelsdóttir en bók hennar, Saga hönnunar, er nýkomin út. Í bókinni fjallar Ásdís um sögu hönnunar frá tímum Egypta til okkar daga. Segja má að hvert einstakt verk sé mótað af því samfélagi, auðlindum, tækni og verkkunnáttu sem til staðar er hverju sinni.„Sú nálgun er einstök við þessa bók, það er hvernig ég segi frá fatnaði, byggingum og húsgögnum í sögu- og samfélagslegu samhengi, ég hef allavega ekki rekist á neina hliðstæða bók. Þannig getur lesandinn öðlast góða heildarsýn yfir hönnunarsöguna,“ útskýrir Ásdís og segir að þótt bókin sé fyrst og fremst fræði- og uppflettibók eigi hún erindi við alla. „Bókina er hægt að nota til kennslu en hún er líka frábær gjafabók. Einn lesandi sagði við mig að þetta væri bók sem allir ættu að eiga og hafa uppi á borðum til að glöggva sig á sögunni á nýjan hátt. Ég tek undir það. Ég held líka að mér hafi tekist gera hana nokkuð skemmtilega aflestrar, enda er meginmarkmiðið að segja áhugaverða sögu sem flestir hafa ánægju af að lesa.“ Ásdís hefur starfað við kennslu í fata- og textílhönnun og kennt hönnunar- og menningarsögu undanfarin ár. Þá er þetta ekki fyrsta bók Ásdísar innan hönnunargreinarinnar en hún hefur einnig samið bækur um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, sögu tískunnar og saumtæknibók fyrir fatasaum. Einnig hefur hún þýtt tvær bækur úr sænsku um snið og sniðteikningu fyrir konur og karlmenn. En er eitthvert tímabil hönnunarsögunnar í uppáhaldi? „Eiginlega ekki. Þegar maður sökkvir sér ofan í söguna er ákveðinn sjarmi yfir hverju tímabili, stefnu og straumum. Saga hönnunar er mikilvæg til að geta skoðað og skilið þróun samfélagsins í fortíð, nútíð og framtíð. Enda þurfa hönnuðir að hafa góða heildaryfirsýn yfir söguna til að geta verið þeir spámenn fyrir framtíðina sem þeir þurfa að vera.“„Bókina er hægt að nota til kennslu en hún er líka frábær gjafabók.“.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira