Tíundi bikarmeistaratitill Blika Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lyftir hér bikarnum á laugardaginn. Greta Mjöll tók þátt í síðasta bikarúrslitaleik kvennaliðsins árið 2005 þegar liðið hafði betur gegn KR. Fréttablaðð/daníel Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti