Við teljum okkur vita allt um FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2013 00:01 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sést hér hlusta á spurningu á blaðamannafundi í gær. Mynd/Arnþór FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira