Stóra systir ábyrg fyrir tískuáhuga Sara McMahon skrifar 17. ágúst 2013 10:30 Þóra Valdimarsdóttir starfar sem aðstoðartískuritstjóri hjá Costume í Danmörku. Hún segir starfið mjög skemmtilegt og fjölbreytt. mynd/anja „Þetta er frábært starf. Hér er alltaf eitthvað nýtt að gerast og enginn dagur eins. Fyrir ári síðan var öllu útliti blaðsins breytt og það hefur líka verið ofboðslega skemmtilegt að þróa það áfram,“ segir Þóra Valdimarsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume undanfarin tvö ár. Þóra er fædd á Íslandi en hefur búið í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Hún stundaði nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London, en Central Saint Martins og London College of Fashion eru meðal annars undir þeim hatti. Þóra flutti aftur frá London til Danmerkur eftir fæðingu sonar síns og hóf þá störf hjá tískutímaritunum Eurowoman og Euroman þar sem hún starfaði um hríð áður en hún flutti sig um set til Costume. „Ég geri meðal annars tískuþætti og annað tískutengt efni fyrir blaðið og skrifa svo stundum minni greinar líka,“ segir Þóra þegar hún er spurð út í starf sitt. Hún eignar eldri systur sinni það að hafa kveikt þennan óþrjótandi tískuáhuga sem hún býr yfir. „Eva, systir mín, er sú sem leiddi mig inn á þessa braut. Við vorum alltaf að róta í fataskápnum hennar mömmu þegar við vorum litlar og klæða okkur upp. Eva bjó líka mikið erlendis og þegar hún kom heim var hún alltaf klædd í nýjustu tísku, þannig ég held að hún beri ábyrgð á þessum áhuga mínum,“ segir hún hlæjandi en systir hennar heldur úti bloggsíðunni Dusty-reykjavik.blogspot.dk. Skandinavísk hönnunarmerki á borð við Acne, i By Malene Birger og Sand hafa verið vinsæl lengi og segir Þóra að gaman sé að fylgjast með og fjalla um velgengni þeirra á alþjóðavísu, en samhliða því að sinna starfi sínu hjá Costume heldur Þóra úti bloggsíðunni Hashtaghabits.com ásamt vinkonu sinni. Síðan er ný af nálinni en hefur öðlast miklar vinsældir á skömmum tíma. „Þetta er tískublogg en við fjöllum aðeins um vörur sem eru fáanlegar þá stundina. Þetta er tímafrek en mjög skemmtileg vinna,“ segir hún. Tíska og hönnun Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta er frábært starf. Hér er alltaf eitthvað nýtt að gerast og enginn dagur eins. Fyrir ári síðan var öllu útliti blaðsins breytt og það hefur líka verið ofboðslega skemmtilegt að þróa það áfram,“ segir Þóra Valdimarsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume undanfarin tvö ár. Þóra er fædd á Íslandi en hefur búið í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Hún stundaði nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London, en Central Saint Martins og London College of Fashion eru meðal annars undir þeim hatti. Þóra flutti aftur frá London til Danmerkur eftir fæðingu sonar síns og hóf þá störf hjá tískutímaritunum Eurowoman og Euroman þar sem hún starfaði um hríð áður en hún flutti sig um set til Costume. „Ég geri meðal annars tískuþætti og annað tískutengt efni fyrir blaðið og skrifa svo stundum minni greinar líka,“ segir Þóra þegar hún er spurð út í starf sitt. Hún eignar eldri systur sinni það að hafa kveikt þennan óþrjótandi tískuáhuga sem hún býr yfir. „Eva, systir mín, er sú sem leiddi mig inn á þessa braut. Við vorum alltaf að róta í fataskápnum hennar mömmu þegar við vorum litlar og klæða okkur upp. Eva bjó líka mikið erlendis og þegar hún kom heim var hún alltaf klædd í nýjustu tísku, þannig ég held að hún beri ábyrgð á þessum áhuga mínum,“ segir hún hlæjandi en systir hennar heldur úti bloggsíðunni Dusty-reykjavik.blogspot.dk. Skandinavísk hönnunarmerki á borð við Acne, i By Malene Birger og Sand hafa verið vinsæl lengi og segir Þóra að gaman sé að fylgjast með og fjalla um velgengni þeirra á alþjóðavísu, en samhliða því að sinna starfi sínu hjá Costume heldur Þóra úti bloggsíðunni Hashtaghabits.com ásamt vinkonu sinni. Síðan er ný af nálinni en hefur öðlast miklar vinsældir á skömmum tíma. „Þetta er tískublogg en við fjöllum aðeins um vörur sem eru fáanlegar þá stundina. Þetta er tímafrek en mjög skemmtileg vinna,“ segir hún.
Tíska og hönnun Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira