Kynþokkafull sundföt fyrir konur með línur Ása Ottesen skrifar 15. ágúst 2013 09:00 Hér má sjá módel í tankíní frá Kasy. MYND/EYDÍS BJÖRK „Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira