Hæfileikaríkar systur með listina í blóðinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2013 14:00 Dætur foreldra sinna. Þær Hlín, Hadda Fjóla og Nanna Reykdal eiga ekki langt að sækja listabakteríuna. Fréttablaðið/Arnþór Systurnar þrjár, Nanna, Hadda Fjóla og Hlín Reykdal eru önnum kafnar þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Hadda Fjóla er að leggja lokahönd á uppsetningu einkasýningar sinnar, í fallegum sýningarsal á Listasafni ASÍ, og hinar systurnar huga að börnunum og virða fyrir sér verk Höddu Fjólu. Þær eru með þrjú ungabörn með sér, en systurnar eignuðust allar þrjár barn á árinu. Andrúmsloftið er létt og skemmtilegt og er ljóst að þær taka sig ekki of alvarlega. Nanna, sem er grafískur hönnuður að mennt, býr ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Eðvaldi Björnssyni, og fjórum börnum í úthverfi Boston í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum, þar sem hann starfar sem tölvunarfræðingur. Nanna er nú komin heim, meðal annars til að vera viðstödd opnun einkasýningu systur sinnar. Hadda Fjóla, sem er myndlistarkona, hefur síðastliðinn áratug búið í Gautaborg í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum, Snorra Einarssyni, og börnum, en er nýflutt til Íslands þar sem hún segir ræturnar sterkar. Hlín er skartgripahönnuður og yngst systranna. Hún býr í vesturbænum ásamt eiginmanni sínum, Hallgrími Stefáni. Hún segist ánægð með að fá þær báðar heim, því það gerist ekki nægilega oft að þær séu allar saman á einum stað.Einn af fáum læknum á leið til Íslands Hadda Fjóla: „Þegar við fluttum til Gautaborgar stóð alltaf til að flytja aftur heim. Þegar við vorum flutt út, þá leið okkur vel og við byggðum upp fjölskyldu og líf. Svo rann bara upp sú stund að við þurftum að ákveða okkur, hvort við ætluðum að vera eða fara. Við hugsuðum með okkur að við þyrftum allavega að prófa að fara heim, áður en við yrðum hreinlega að Svíum. Það er erfið ákvörðun, þegar manni líður vel í útlöndum, að flytja heim. Hún snýst ekki bara um mig, heldur um fjölskylduna alla.Segja má að maðurinn minn sé einn af fáum læknum sem er að flytja heim! En hann er kvensjúkdómalæknir með frjósemi sem sérgrein.“ Hlín: „Hann er kominn til að fjölga Íslendingum!“ Hadda Fjóla: „Svo veiktist pabbi í júlí í fyrra og þá fluttum við heim. Það var erfið ákvörðun, en sjálfsögð fyrir okkur.“Áfall að missa pabba Jón Reykdal, faðir systranna, var listmálari og lektor í myndmennt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann var frumkvöðull í íslenskri grafíklist. Síðustu þrjátíu árin voru að mestu helguð málverkum, ljósmyndun og kennslu, en hann lagði mikið upp úr því að rækta sambandið við fjölskylduna. Nanna: „Pabbi var greindur með krabbamein í heila í júlí í fyrra. Þetta gerðist rosalega hratt og fyrir mitt leyti kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Hadda Fjóla: „Hann var alltaf svo hress og skemmtilegur og hugsaði vel um sig.“ Nanna: „Já, hann hugsaði um mataræðið og hreyfði sig. Hann var virkur í félagslífi og lífsglaður maður. Svo greinist hann með þennan skæða sjúkdóm og hrakaði svakalega hratt. Hann fór á þessum tíma í aðgerð sem tókst vel og allt leit betur út, en það var ekki lengi. Hann var dáinn hálfu ári síðar. Þetta er eitt stærsta áfall sem ég hef orðið fyrir í lífinu, það hrikti einhvern veginn í öllu.“ Hlín: „Pabbi var líka svo mikil fyrirmynd fyrir okkur systur.“ Nanna: „Já, það er alveg rétt. Við fjölskyldan fórum til dæmis öll í Myndlista- og handíðaskólann, en við höfum farið okkar eigin leiðir eftir það.“ Hadda Fjóla: „Auðvitað, og vonandi finnst öllum pabbi sinn dásamlegur. En við vorum rosalega heppnar með okkar pabba. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og var okkar helsti ráðgjafi og mikill vinur. Og já, eins og Hlín segir, okkar fyrirmynd.“ Nanna: „Þetta var líka gríðarlega mikið áfall fyrir mömmu. Þarna fór hennar lífsförunautur, maðurinn sem hún hafði verið með í 49 ár. Hann var hennar besti vinur, stuðningsmaður og gagnrýnandi í listinni. Þau voru alla tíð mjög náin.“Samheldin fjölskylda Þrátt fyrir að lönd og höf hafi verið á milli hefur fjölskyldan alltaf haldið miklu sambandi. Þær áttu meðal annars allar þrjár barn á árinu, og leggja mikið upp úr því að börnin fái að kynnast vel. Nanna: „Já, það verður eiginlega að segjast að tilfinningin um að flytja heim hefur aldrei verið sterkari. Við Hadda vorum alltaf einhvern veginn samsekar í útlegðinni, en nú er hún komin heim, og það lætur mann óneitanlega hugsa um að koma heim líka. Það er svo fyndið að í Ameríku eru allir svo óvanir því að fólk flytji aftur heim þegar það er á annað borð komið til Ameríku. Það eru allir rosalega hissa á að ég sé að pæla í því að fara aftur heim. En ræturnar eru sterkar.“ Hadda Fjóla: „Já, það var líka þannig í Svíþjóð. Þetta er bara ekki eins þar. Hérna býr fjölskyldan manns í göngufæri og það er svo mikill samgangur. Okkur vantar bara Nönnu heim!“ Hlín: „Ég er sú eina sem hef bara verið hér heima. Ég reyndar náði í manninn minn, nýlentan á Íslandi úr verkfræðisérnámi. Þá var ég í Listaháskólanum í fatahönnun, sem ég einmitt sótti um eftir hvatningu frá pabba. Þegar módelin mín voru að ganga eftir pöllunum á útskriftarsýningunni minni var ég uppi á fæðingardeild að eignast okkar fyrsta barn. Svo eignuðumst við annað barn fyrir mánuði.“ Hadda Fjóla: „Ég eignaðist mitt fyrsta barn líka þegar ég var að halda útskriftarsýninguna mína!“ Systurnar hlæja innilega þegar þær rifja upp góða tíma.Það kom aldrei neitt annað til greinaHlín: „Fljótlega eftir útskrift fór ég að þróa merkið mitt og búa til skartgripi. Fylgihlutir í tísku hafa alltaf verið mitt aðaláhugamál. Halli, maðurinn minn, missti vinnunna í kreppunni eins og svo margir byggingaverkfræðingar. Daginn eftir kom hann upp á vinnustofu til mín að hjálpa mér og hefur ekkert farið síðan. Ég leyfði honum það hreinlega ekki. Við vinnum svo vel saman, ég sleppi honum ekki úr þessu. Hann kom með tækni inn í þetta. Verkfræði í skartgripahönnun er alveg málið. Hann er vandvirkur og spáir í hlutum sem ég kannski geri ekki. Fólk heldur að ég sé sú vandvirka og sjái um að hnýta og þetta sem allir halda að konur geri betur, en hann er ekkert síðri, ef ekki betri.“ Hadda Fjóla: „Ég pældi í því að fara í sálfræði eða hjúkrun. Þess á milli var ég á kvöldnámskeiðum í módelteikningu, og ég vissi alltaf að listin yrði á endanum ofan á. Það var aldrei neitt annað sem kom til greina, í raun og veru. Ég myndi ekki vilja vinna við neitt annað en myndlist.“ Nanna: „Það var aldrei nein pressa á okkur að fara í listnám. Alls ekki. En við erum einhvern veginn öll með þetta í blóðinu. Maður reynir auðvitað að vera sjálfstæð manneskja og ég tók frönsku í Háskóla Íslands. En á lokaárinu mínu þar fór ég í inntökuprófið í Myndlista- og handíðaskólanum og það var aldrei spurning um neitt annað. Þaðan fór ég svo til Bandaríkjanna og lærði grafíska hönnun.“Samviskusamir listamenn Foreldrar stelpnanna voru alla tíð iðin við list sína og kenndu systrunum að ekkert gerðist án þess að vinna að því. Hadda Fjóla: „Við lærðum það frá mömmu og pabba að maður er ekkert að bíða eftir því að andinn komi yfir mann. Maður þarf bara að vinna að listinni og vera samviskusamur. Minn vinnudagur hefst hálf níu til níu, og ef ég er mætt eftir það þá er ég pirruð út í sjálfa mig fyrir að vera sein.“ Hlín: „Ég hef aldrei skilið að það að vera listamaður sé frábrugðið öðrum störfum í þjóðfélaginu. Maður er auðvitað eigin yfirmaður, en oft er það þannig að maður þarf að vinna meira þegar svoleiðis er.“ Nanna: „Það kemur enginn andi yfir mann nema að maður byrji bara. Maður þarf að kunna að meta ferlið.“ Ég kveð þær systur, þegar eiginmennirnir byrja að streyma að með afkvæmin. Þær taka kátar á móti fjölskyldu sinni, og standa upp allar í einu. Það er greinilega mikil samheldni og gleði á þessum bæ.Hadda Fjóla, Nanna og Hlín Reykdal.Hadda Fjóla Reykdal Hadda Fjóla Reykdal er myndlistarkona sem hefur síðastliðinn áratug verið búsett í Gautaborg í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni. Hadda útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem síðar rann saman við Listaháskóla Íslands árið 1998. Hún hefur alla tíð síðan starfað við myndlist sína og meðal annars sýnt í virtum galleríum í Stokkhólmi, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Malmö og Reykjavík svo eitthvað sé nefnt.Nanna ReykdalNanna Reykdal flutti til Bandaríkjanna með manni sínum árið 1996, en hún hafði þá lokið prófi frá Myndlista- og handíðaskólanum. Hún fór í sérnám til Bandaríkjanna og lærði grafíska hönnun. Nanna vann við grafíska hönnun í Bandaríkjunum um tíma, eða þar til atvinnuleyfi hennar rann út. Þá sneri hún sér að barneignum og heimilinu, en systurnar Hlín og Hadda Fjóla, segja fáa leggja jafn mikið í heimili sitt og Nönnu. Hún tók núna síðast próf í einkaþjálfaranum, og segist sjálf óhrædd við að skipta um skoðun.Hlín Reykdal Hlín Reykdal hefur getið sér gott orð fyrir skartgripahönnun sína. Kúluhálsmen Hlínar hafa á stuttum tíma orðið gífurlega vinsæl á Íslandi. Hún gerir hálsmenin í nánu samstarfi við eiginmann sinn, Hallgrím Stefán Sigurðsson, og engin tvö eru eins. Hún segir hjólin fyrst hafa byrjað að snúast almennilega þegar hann kom inn í framleiðsluna, en hann er menntaður verkfræðingur. Hlín útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2009. Hugmyndin að hálsmenunum varð til út frá útskriftarlínu hennar og hefur sífellt verið í þróun síðan. Markmiðið er að stækka merkið og gera töskulínu í náinni framtíð, en einnig stefna þau hjón á að koma skartgripum sínum í sölu í útlöndum, meðal annars í New York-borg fyrir lok ársins. Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Systurnar þrjár, Nanna, Hadda Fjóla og Hlín Reykdal eru önnum kafnar þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Hadda Fjóla er að leggja lokahönd á uppsetningu einkasýningar sinnar, í fallegum sýningarsal á Listasafni ASÍ, og hinar systurnar huga að börnunum og virða fyrir sér verk Höddu Fjólu. Þær eru með þrjú ungabörn með sér, en systurnar eignuðust allar þrjár barn á árinu. Andrúmsloftið er létt og skemmtilegt og er ljóst að þær taka sig ekki of alvarlega. Nanna, sem er grafískur hönnuður að mennt, býr ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Eðvaldi Björnssyni, og fjórum börnum í úthverfi Boston í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum, þar sem hann starfar sem tölvunarfræðingur. Nanna er nú komin heim, meðal annars til að vera viðstödd opnun einkasýningu systur sinnar. Hadda Fjóla, sem er myndlistarkona, hefur síðastliðinn áratug búið í Gautaborg í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum, Snorra Einarssyni, og börnum, en er nýflutt til Íslands þar sem hún segir ræturnar sterkar. Hlín er skartgripahönnuður og yngst systranna. Hún býr í vesturbænum ásamt eiginmanni sínum, Hallgrími Stefáni. Hún segist ánægð með að fá þær báðar heim, því það gerist ekki nægilega oft að þær séu allar saman á einum stað.Einn af fáum læknum á leið til Íslands Hadda Fjóla: „Þegar við fluttum til Gautaborgar stóð alltaf til að flytja aftur heim. Þegar við vorum flutt út, þá leið okkur vel og við byggðum upp fjölskyldu og líf. Svo rann bara upp sú stund að við þurftum að ákveða okkur, hvort við ætluðum að vera eða fara. Við hugsuðum með okkur að við þyrftum allavega að prófa að fara heim, áður en við yrðum hreinlega að Svíum. Það er erfið ákvörðun, þegar manni líður vel í útlöndum, að flytja heim. Hún snýst ekki bara um mig, heldur um fjölskylduna alla.Segja má að maðurinn minn sé einn af fáum læknum sem er að flytja heim! En hann er kvensjúkdómalæknir með frjósemi sem sérgrein.“ Hlín: „Hann er kominn til að fjölga Íslendingum!“ Hadda Fjóla: „Svo veiktist pabbi í júlí í fyrra og þá fluttum við heim. Það var erfið ákvörðun, en sjálfsögð fyrir okkur.“Áfall að missa pabba Jón Reykdal, faðir systranna, var listmálari og lektor í myndmennt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann var frumkvöðull í íslenskri grafíklist. Síðustu þrjátíu árin voru að mestu helguð málverkum, ljósmyndun og kennslu, en hann lagði mikið upp úr því að rækta sambandið við fjölskylduna. Nanna: „Pabbi var greindur með krabbamein í heila í júlí í fyrra. Þetta gerðist rosalega hratt og fyrir mitt leyti kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Hadda Fjóla: „Hann var alltaf svo hress og skemmtilegur og hugsaði vel um sig.“ Nanna: „Já, hann hugsaði um mataræðið og hreyfði sig. Hann var virkur í félagslífi og lífsglaður maður. Svo greinist hann með þennan skæða sjúkdóm og hrakaði svakalega hratt. Hann fór á þessum tíma í aðgerð sem tókst vel og allt leit betur út, en það var ekki lengi. Hann var dáinn hálfu ári síðar. Þetta er eitt stærsta áfall sem ég hef orðið fyrir í lífinu, það hrikti einhvern veginn í öllu.“ Hlín: „Pabbi var líka svo mikil fyrirmynd fyrir okkur systur.“ Nanna: „Já, það er alveg rétt. Við fjölskyldan fórum til dæmis öll í Myndlista- og handíðaskólann, en við höfum farið okkar eigin leiðir eftir það.“ Hadda Fjóla: „Auðvitað, og vonandi finnst öllum pabbi sinn dásamlegur. En við vorum rosalega heppnar með okkar pabba. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og var okkar helsti ráðgjafi og mikill vinur. Og já, eins og Hlín segir, okkar fyrirmynd.“ Nanna: „Þetta var líka gríðarlega mikið áfall fyrir mömmu. Þarna fór hennar lífsförunautur, maðurinn sem hún hafði verið með í 49 ár. Hann var hennar besti vinur, stuðningsmaður og gagnrýnandi í listinni. Þau voru alla tíð mjög náin.“Samheldin fjölskylda Þrátt fyrir að lönd og höf hafi verið á milli hefur fjölskyldan alltaf haldið miklu sambandi. Þær áttu meðal annars allar þrjár barn á árinu, og leggja mikið upp úr því að börnin fái að kynnast vel. Nanna: „Já, það verður eiginlega að segjast að tilfinningin um að flytja heim hefur aldrei verið sterkari. Við Hadda vorum alltaf einhvern veginn samsekar í útlegðinni, en nú er hún komin heim, og það lætur mann óneitanlega hugsa um að koma heim líka. Það er svo fyndið að í Ameríku eru allir svo óvanir því að fólk flytji aftur heim þegar það er á annað borð komið til Ameríku. Það eru allir rosalega hissa á að ég sé að pæla í því að fara aftur heim. En ræturnar eru sterkar.“ Hadda Fjóla: „Já, það var líka þannig í Svíþjóð. Þetta er bara ekki eins þar. Hérna býr fjölskyldan manns í göngufæri og það er svo mikill samgangur. Okkur vantar bara Nönnu heim!“ Hlín: „Ég er sú eina sem hef bara verið hér heima. Ég reyndar náði í manninn minn, nýlentan á Íslandi úr verkfræðisérnámi. Þá var ég í Listaháskólanum í fatahönnun, sem ég einmitt sótti um eftir hvatningu frá pabba. Þegar módelin mín voru að ganga eftir pöllunum á útskriftarsýningunni minni var ég uppi á fæðingardeild að eignast okkar fyrsta barn. Svo eignuðumst við annað barn fyrir mánuði.“ Hadda Fjóla: „Ég eignaðist mitt fyrsta barn líka þegar ég var að halda útskriftarsýninguna mína!“ Systurnar hlæja innilega þegar þær rifja upp góða tíma.Það kom aldrei neitt annað til greinaHlín: „Fljótlega eftir útskrift fór ég að þróa merkið mitt og búa til skartgripi. Fylgihlutir í tísku hafa alltaf verið mitt aðaláhugamál. Halli, maðurinn minn, missti vinnunna í kreppunni eins og svo margir byggingaverkfræðingar. Daginn eftir kom hann upp á vinnustofu til mín að hjálpa mér og hefur ekkert farið síðan. Ég leyfði honum það hreinlega ekki. Við vinnum svo vel saman, ég sleppi honum ekki úr þessu. Hann kom með tækni inn í þetta. Verkfræði í skartgripahönnun er alveg málið. Hann er vandvirkur og spáir í hlutum sem ég kannski geri ekki. Fólk heldur að ég sé sú vandvirka og sjái um að hnýta og þetta sem allir halda að konur geri betur, en hann er ekkert síðri, ef ekki betri.“ Hadda Fjóla: „Ég pældi í því að fara í sálfræði eða hjúkrun. Þess á milli var ég á kvöldnámskeiðum í módelteikningu, og ég vissi alltaf að listin yrði á endanum ofan á. Það var aldrei neitt annað sem kom til greina, í raun og veru. Ég myndi ekki vilja vinna við neitt annað en myndlist.“ Nanna: „Það var aldrei nein pressa á okkur að fara í listnám. Alls ekki. En við erum einhvern veginn öll með þetta í blóðinu. Maður reynir auðvitað að vera sjálfstæð manneskja og ég tók frönsku í Háskóla Íslands. En á lokaárinu mínu þar fór ég í inntökuprófið í Myndlista- og handíðaskólanum og það var aldrei spurning um neitt annað. Þaðan fór ég svo til Bandaríkjanna og lærði grafíska hönnun.“Samviskusamir listamenn Foreldrar stelpnanna voru alla tíð iðin við list sína og kenndu systrunum að ekkert gerðist án þess að vinna að því. Hadda Fjóla: „Við lærðum það frá mömmu og pabba að maður er ekkert að bíða eftir því að andinn komi yfir mann. Maður þarf bara að vinna að listinni og vera samviskusamur. Minn vinnudagur hefst hálf níu til níu, og ef ég er mætt eftir það þá er ég pirruð út í sjálfa mig fyrir að vera sein.“ Hlín: „Ég hef aldrei skilið að það að vera listamaður sé frábrugðið öðrum störfum í þjóðfélaginu. Maður er auðvitað eigin yfirmaður, en oft er það þannig að maður þarf að vinna meira þegar svoleiðis er.“ Nanna: „Það kemur enginn andi yfir mann nema að maður byrji bara. Maður þarf að kunna að meta ferlið.“ Ég kveð þær systur, þegar eiginmennirnir byrja að streyma að með afkvæmin. Þær taka kátar á móti fjölskyldu sinni, og standa upp allar í einu. Það er greinilega mikil samheldni og gleði á þessum bæ.Hadda Fjóla, Nanna og Hlín Reykdal.Hadda Fjóla Reykdal Hadda Fjóla Reykdal er myndlistarkona sem hefur síðastliðinn áratug verið búsett í Gautaborg í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni. Hadda útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem síðar rann saman við Listaháskóla Íslands árið 1998. Hún hefur alla tíð síðan starfað við myndlist sína og meðal annars sýnt í virtum galleríum í Stokkhólmi, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Malmö og Reykjavík svo eitthvað sé nefnt.Nanna ReykdalNanna Reykdal flutti til Bandaríkjanna með manni sínum árið 1996, en hún hafði þá lokið prófi frá Myndlista- og handíðaskólanum. Hún fór í sérnám til Bandaríkjanna og lærði grafíska hönnun. Nanna vann við grafíska hönnun í Bandaríkjunum um tíma, eða þar til atvinnuleyfi hennar rann út. Þá sneri hún sér að barneignum og heimilinu, en systurnar Hlín og Hadda Fjóla, segja fáa leggja jafn mikið í heimili sitt og Nönnu. Hún tók núna síðast próf í einkaþjálfaranum, og segist sjálf óhrædd við að skipta um skoðun.Hlín Reykdal Hlín Reykdal hefur getið sér gott orð fyrir skartgripahönnun sína. Kúluhálsmen Hlínar hafa á stuttum tíma orðið gífurlega vinsæl á Íslandi. Hún gerir hálsmenin í nánu samstarfi við eiginmann sinn, Hallgrím Stefán Sigurðsson, og engin tvö eru eins. Hún segir hjólin fyrst hafa byrjað að snúast almennilega þegar hann kom inn í framleiðsluna, en hann er menntaður verkfræðingur. Hlín útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2009. Hugmyndin að hálsmenunum varð til út frá útskriftarlínu hennar og hefur sífellt verið í þróun síðan. Markmiðið er að stækka merkið og gera töskulínu í náinni framtíð, en einnig stefna þau hjón á að koma skartgripum sínum í sölu í útlöndum, meðal annars í New York-borg fyrir lok ársins.
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira