Samrýmdar frænkur reka saman vefverslun Ásgerður Ottesen skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Frænkurnar Elma Dögg og Inga Dóra reka netverslun ásamt Ástrósu sem vantar á myndina. Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira