Níu ára gutti með 96 sentimetra hæng Jakob Bjarnar skrifar 1. ágúst 2013 12:00 Max og Ólafur Ragnar með hinn ævintýralega fisk sem þeim tókst að landa í Hofsá í vikunni. Þeir lentu í ævintýri lífs síns, feðgarnir Max Schmidt og pabbi hans Edward Schmidt frá New York, þegar þeir voru við veiðar í Hofsá nú í vikunni. Ólafur Ragnar Garðarsson var leiðsögumaður þeirra og Fréttablaðið fékk hann til að lýsa því þegar hinn níu ára Max setti í vænan lax. „Fiskurinn tók „micro cone“ á dauðarekinu í Kúttneshyl í Hofsá. Þetta var rosa ævintýri, fyrsta korterið svamlaði fiskurinn rólega í hylnum áður en hann ákvað að taka á rás niður ána og þá hófst hlaupið,“ segir Ólafur. Max hafði fram til þessa séð um þetta einn en nú þurfti Ólafur að blanda sér í slaginn. „Næsti stoppistaður var Eiríksbreiða, sem er staðurinn neðan við Kúttneshyl, en þar stoppaði fiskurinn í örfáar mínútur áður en hann tók aftur á rás niður ána. Þegar hann fór niður úr Eiríksbreiðunni var ljóst að fiskurinn myndi enda niðri í Grundarhorni, sem er 5-600 metra fyrir neðan Eiríksbreiðu þannig að hlaupin hófust aftur. Rétt fyrir ofan Grundarhorn skorðaðist fiskurinn milli tveggja steina þannig að ég náði að hlaupa út í og sporðtaka hann. Gaman er líka að segja frá því að tveimur tímum áður þurftum við að hlaupa rúman kílómetra eftir 82 sentimetra hrygnu sem faðir drengsins landaði.“ Ólafur Ragnar hefur verið leiðsögumaður í sex ár, eða síðan hann fékk bílpróf, og hefur verið víða. Þetta er þriðja sumarið hans í Hofsá. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði
Þeir lentu í ævintýri lífs síns, feðgarnir Max Schmidt og pabbi hans Edward Schmidt frá New York, þegar þeir voru við veiðar í Hofsá nú í vikunni. Ólafur Ragnar Garðarsson var leiðsögumaður þeirra og Fréttablaðið fékk hann til að lýsa því þegar hinn níu ára Max setti í vænan lax. „Fiskurinn tók „micro cone“ á dauðarekinu í Kúttneshyl í Hofsá. Þetta var rosa ævintýri, fyrsta korterið svamlaði fiskurinn rólega í hylnum áður en hann ákvað að taka á rás niður ána og þá hófst hlaupið,“ segir Ólafur. Max hafði fram til þessa séð um þetta einn en nú þurfti Ólafur að blanda sér í slaginn. „Næsti stoppistaður var Eiríksbreiða, sem er staðurinn neðan við Kúttneshyl, en þar stoppaði fiskurinn í örfáar mínútur áður en hann tók aftur á rás niður ána. Þegar hann fór niður úr Eiríksbreiðunni var ljóst að fiskurinn myndi enda niðri í Grundarhorni, sem er 5-600 metra fyrir neðan Eiríksbreiðu þannig að hlaupin hófust aftur. Rétt fyrir ofan Grundarhorn skorðaðist fiskurinn milli tveggja steina þannig að ég náði að hlaupa út í og sporðtaka hann. Gaman er líka að segja frá því að tveimur tímum áður þurftum við að hlaupa rúman kílómetra eftir 82 sentimetra hrygnu sem faðir drengsins landaði.“ Ólafur Ragnar hefur verið leiðsögumaður í sex ár, eða síðan hann fékk bílpróf, og hefur verið víða. Þetta er þriðja sumarið hans í Hofsá.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði