Nýjustu fréttir á Edinborgarhátíðinni 30. júlí 2013 12:00 Sló í gegn Sýningin Nýjustu fréttir vakti einróma hrifningu íslenskra gagnrýnenda og var tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna. Sýning VaVaVoom leikhópsins, Nýjustu fréttir, var valin inn í Summerhall Theatre í Edinborg þar sem hún verður hluti af leiklistarhátíðinni Edinburgh Fringe Festival 2. til 26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn ferðast út fyrir landsteinana með verkið en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda hérlendis og tvær Grímutilnefningar í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins. Nýjustu fréttir er án orða og hentar vel til að ferðast með erlendis og vonast aðstandendur sýningarinnar til að Skotlandsförin verði stökkpallur fyrir frekari ferðalög og lengi framhaldslíf verksins. Edinborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð í Evrópu og stendur yfir í þrjár vikur. Þátttaka í hátíðinni getur skipt sköpum fyrir leikhópa sem vilja kynna sig á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, þar sem allir helstu leikhúsgagnrýnendur, framleiðendur og bókarar mæta á hátíðina til að kynna sér framboð nýrra verka. Leikhópar gera samstarfssamning við leikhús í borginni um sýningarrými en fjármagna þátttöku alfarið sjálfir. VaVaVoom opnaði því svæði á Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja hópinn með frjálsum framlögum og fá margvíslegt góðgæti tengt sýningunni sem þakkarvott í staðinn, allt frá handskrifuðum póstkortum frá hópnum í Edinborg til handgerðra pop-up húsa úr sýningunni og tónlistar úr verkinu – en hún hefur ekki verið fáanleg fram til þessa. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýning VaVaVoom leikhópsins, Nýjustu fréttir, var valin inn í Summerhall Theatre í Edinborg þar sem hún verður hluti af leiklistarhátíðinni Edinburgh Fringe Festival 2. til 26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn ferðast út fyrir landsteinana með verkið en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda hérlendis og tvær Grímutilnefningar í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins. Nýjustu fréttir er án orða og hentar vel til að ferðast með erlendis og vonast aðstandendur sýningarinnar til að Skotlandsförin verði stökkpallur fyrir frekari ferðalög og lengi framhaldslíf verksins. Edinborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð í Evrópu og stendur yfir í þrjár vikur. Þátttaka í hátíðinni getur skipt sköpum fyrir leikhópa sem vilja kynna sig á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, þar sem allir helstu leikhúsgagnrýnendur, framleiðendur og bókarar mæta á hátíðina til að kynna sér framboð nýrra verka. Leikhópar gera samstarfssamning við leikhús í borginni um sýningarrými en fjármagna þátttöku alfarið sjálfir. VaVaVoom opnaði því svæði á Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja hópinn með frjálsum framlögum og fá margvíslegt góðgæti tengt sýningunni sem þakkarvott í staðinn, allt frá handskrifuðum póstkortum frá hópnum í Edinborg til handgerðra pop-up húsa úr sýningunni og tónlistar úr verkinu – en hún hefur ekki verið fáanleg fram til þessa.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira