Árangurinn styrkir stöðu íslenskra félagsliða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 09:00 Ellert Hreinsson og félagar í Breiðabliki gerðu góða ferð til Austurríkis í vikunni og slógu út Sturm Graz. Mynd/Vilhelm Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira