Sönghátíð á Klaustri Marín Manda Magnúsdóttir skrifar 26. júní 2013 12:00 Hátíðin hefst á því að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi, og Francisco Javier Jáuregui flytja nokkur sönglög. „Hátíðin hefst á flutningi nokkurra sönglaga sem er að finna á geisladisknum English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar, en við Francisco Javier Jáuregui erum röddin og gítarinn á disknum ,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi sönghátíðarinnar sem fram fer helgina 28.-30. júní á Kirkjubæjarklaustri. Dagskrá sönghátíðarinnar verður margvísleg og röddin verður hyllt í ýmsum birtingarformum en fram koma ófáir söngvarar með margra ára reynslu. Ber þar einna helst að nefna Gissur Pál Gissurarson, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins. Hann flytur lútulög endurreisnartónskáldsins John Dowland og samtíðarmanna hans frá tímum Shakespeare.Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið Dame la mano eftir Báru Grímsdóttur staðartónskáld kammertónleikanna.Bára Grímsdóttir er staðartónskáld kammertónleikanna að þessu sinni, en hún samdi verkið Dame la mano. Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið, ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral frá Chile, sem var fyrsti rithöfundurinn frá Suður-Ameríku til að hljóta Nóbelsverðlaunin. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar óvenjulegt verk eftir samtímatónskáldið Thomas Adès, sem hann lýsir sem sprengingu á lútulaginu In darkness let me dwell eftir Dowland. Jafnhliða tónleikunum verður 5-10 ára börnum boðið að taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Hátíðinni lýkur með flutningi allra listamannanna á ítalskri tónlist eftir „bel canto“-meistarana Bellini, Rossini og Donizetti. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Hátíðin hefst á flutningi nokkurra sönglaga sem er að finna á geisladisknum English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar, en við Francisco Javier Jáuregui erum röddin og gítarinn á disknum ,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi sönghátíðarinnar sem fram fer helgina 28.-30. júní á Kirkjubæjarklaustri. Dagskrá sönghátíðarinnar verður margvísleg og röddin verður hyllt í ýmsum birtingarformum en fram koma ófáir söngvarar með margra ára reynslu. Ber þar einna helst að nefna Gissur Pál Gissurarson, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins. Hann flytur lútulög endurreisnartónskáldsins John Dowland og samtíðarmanna hans frá tímum Shakespeare.Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið Dame la mano eftir Báru Grímsdóttur staðartónskáld kammertónleikanna.Bára Grímsdóttir er staðartónskáld kammertónleikanna að þessu sinni, en hún samdi verkið Dame la mano. Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið, ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral frá Chile, sem var fyrsti rithöfundurinn frá Suður-Ameríku til að hljóta Nóbelsverðlaunin. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar óvenjulegt verk eftir samtímatónskáldið Thomas Adès, sem hann lýsir sem sprengingu á lútulaginu In darkness let me dwell eftir Dowland. Jafnhliða tónleikunum verður 5-10 ára börnum boðið að taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Hátíðinni lýkur með flutningi allra listamannanna á ítalskri tónlist eftir „bel canto“-meistarana Bellini, Rossini og Donizetti.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira