Glaður og þakklátur með verðlaunin Kristjana Arnarsdóttir skrifar 18. júní 2013 10:00 Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur í gær.Hér ásamt Einari Erni Benediktssyni og Jóni Gnarr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni. Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni.
Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“