Hefur sungið Wagner í fjórum heimsálfum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. júní 2013 15:30 Bjarni Thor Kristinsson segir alla kunna stef eftir hið umdeilda tónskáld, Richard Wagner, þótt þeir gerir sér ekki endilega grein fyrir því. „Fólk er pínu smeykt við Wagner,“ segir Bjarni Thor Kristinsson söngvari, sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Richards Wagner í Hörpu í kvöld. „Mörgum finnst tónlistin hans dálítið þung, án þess í rauninni að hafa kynnst honum almennilega. Það þekkja nefnilega allir einhver stef eftir hann úr einhverjum dömubindaauglýsingum í sjónvarpinu. Og brúðarmarsinn auðvitað. Fólk áttar sig oft ekki á því að hann er úr Lohengrin.“En þú hefur verið að syngja verk hans lengi og víða, ekki satt? „Já, ég er búinn að syngja ein ellefu Wagner-hlutverk í fjórum heimsálfum. Í Ameríku, Asíu, Ástralíu og úti um alla Evrópu í bráðum fimmtán ár.“Og þú valdir verkin á þessa tónleika? „Já, svona í samráði við hljómsveitina. Þetta eru sólótónleikar með mér og lá beint við að syngja þá tónlist sem ég hef mitt lifibrauð af, um leið og við erum auðvitað að heiðra minningu Wagners á 200 ára fæðingarafmælinu.“Bjarni Thor er staddur á Keflavíkurflugvelli þegar í hann næst, hvaðan er hann að koma? „Ég var að koma frá Köln þar sem standa yfir lokaæfingar á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem verður frumsýnd á sunnudaginn kemur. Þarf svo að fljúga þangað aftur strax eftir tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var svolítið púsl að ná þessu en það tókst sem betur fer þótt þetta sé ansi knappt.“Þú verður þá feginn þegar frumsýningin í Köln er afstaðin? „Já, ég viðurkenni það að þegar þessi vika er búin verður þungu fargi af mér létt,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina Uppáhalds Wagner og það er eins og áður sagði Bjarni Thor sem hefur valið verkin sem flutt verða, en efnisskráin samanstendur af forleikjum og aríum sem eru þó aðeins brot þeirra hlutverka úr óperum Wagners sem hann hefur sungið um heim allan á liðnum árum. Petri Sakari er stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum en hann hefur verið tíður gestur við stjórnvöl hennar allt frá því árið 1988 þegar hann tók við aðalhljómsveitarstjórastöðunni. Hann gegndi þeirri stöðu til 1993 og síðan aftur á árunum 1996-1998, en í millitíðinni var hann aðalgestastjórnandi hljómsveitarinnar. Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Fólk er pínu smeykt við Wagner,“ segir Bjarni Thor Kristinsson söngvari, sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Richards Wagner í Hörpu í kvöld. „Mörgum finnst tónlistin hans dálítið þung, án þess í rauninni að hafa kynnst honum almennilega. Það þekkja nefnilega allir einhver stef eftir hann úr einhverjum dömubindaauglýsingum í sjónvarpinu. Og brúðarmarsinn auðvitað. Fólk áttar sig oft ekki á því að hann er úr Lohengrin.“En þú hefur verið að syngja verk hans lengi og víða, ekki satt? „Já, ég er búinn að syngja ein ellefu Wagner-hlutverk í fjórum heimsálfum. Í Ameríku, Asíu, Ástralíu og úti um alla Evrópu í bráðum fimmtán ár.“Og þú valdir verkin á þessa tónleika? „Já, svona í samráði við hljómsveitina. Þetta eru sólótónleikar með mér og lá beint við að syngja þá tónlist sem ég hef mitt lifibrauð af, um leið og við erum auðvitað að heiðra minningu Wagners á 200 ára fæðingarafmælinu.“Bjarni Thor er staddur á Keflavíkurflugvelli þegar í hann næst, hvaðan er hann að koma? „Ég var að koma frá Köln þar sem standa yfir lokaæfingar á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem verður frumsýnd á sunnudaginn kemur. Þarf svo að fljúga þangað aftur strax eftir tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var svolítið púsl að ná þessu en það tókst sem betur fer þótt þetta sé ansi knappt.“Þú verður þá feginn þegar frumsýningin í Köln er afstaðin? „Já, ég viðurkenni það að þegar þessi vika er búin verður þungu fargi af mér létt,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina Uppáhalds Wagner og það er eins og áður sagði Bjarni Thor sem hefur valið verkin sem flutt verða, en efnisskráin samanstendur af forleikjum og aríum sem eru þó aðeins brot þeirra hlutverka úr óperum Wagners sem hann hefur sungið um heim allan á liðnum árum. Petri Sakari er stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum en hann hefur verið tíður gestur við stjórnvöl hennar allt frá því árið 1988 þegar hann tók við aðalhljómsveitarstjórastöðunni. Hann gegndi þeirri stöðu til 1993 og síðan aftur á árunum 1996-1998, en í millitíðinni var hann aðalgestastjórnandi hljómsveitarinnar.
Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira