Innvols tíu kvenna Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. júní 2013 12:00 Fimm af tíu höfundum bókarinnar veittu Nýræktarstyrknum viðtöku. Frá vinstri: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó og Þórunn Þórhallsdóttir. Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira