Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi Kjartan Guðmundsson skrifar 5. júní 2013 14:00 Frumkvöðullinn Sigfús Eymundsson, fljótlega eftir að hann hóf störf. „Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira